Norðurfari - 01.01.1849, Side 83
FRELSIS HREIFINGARNAR.
85
höfðu kosið næst elzta son Karls Alberts hertogann af Genúa
til konungs yflr sig. jieir ætluðu og að senda lið Kalöbrum til
hjálpar, en lítið yarð úr því, og þegar Neapels konungar var
búinn að friða heimaríki sitt náði hann loks því sem hann langaði
til, að láta skjóta á Messina. Höfst skothríðin 3. September og
um kvöld hins 5. lá einhver hin inndælasta borg í heimi í rústum,
og rauk þar úr öskuhrúgum. jjá bönnuðu Englcndingar og Frakk-
ar, sem hjeldu flotum sinum þar í sundinu, letingja höfðingjanum
að vinna fleiri níðingsverk, og komu þeir svo á griðum. Ruggiero
Settimo heitir sá, sem fyrir stjórn Sikileyinga hefur verið síðan
uppreisnin hófst; hann er gamall hershöfðingi og sagður mesta
valmenni, og yfir höfuð hafa höfðingjar á Sikiley sýnt sanna
föðurlands ást og ekki farið eins heimskulega að og á flestum
öðrum stöðum.
A Upp-Italíu gekk allt vel framan af. Karl Albert kom
að hjálpa Lombörðum og Radetzky varð smátt og smátt að draga
sig út úr Uombardíi þangað til hann ekki hjelt eptir nema hinum
þremur kastalaborgum Peschiera, Mantúa og Veróna hægramegin
Adige. Karl Albert settist þá um hina fyrrst nefndu borg, en
gat ei komið hinum gamla Fabius Cunctator Austurríkis til að
leggja til orruslu við sig; hann beið og dróg að sjer liðstyrk úr
Týról, meðan Sardina konungur að eins dreifði liði sínu, og á
meðanlagði einn of mönnum Radetzkys, Nugen t hershöfðingi undir
sig allt Feneyjaland norðan til. Um þetta leiti varð uppreisnin i
Neapel og Ferdínandur kallaði aptur lið sitt og flota, en Pepe
hershöfðingi var of góður drengur til að hlýða þessum boðum
herra síns; hann hugsaði með sjer: “fremur ber að hlýða guði
enn mönnum,” og hjelt eptir svo miklu af liði sínu, sem hann
gat, og hjelt þvf tiIFeneyja; en það urðu ei nema 2000 af 12000.
Radetzky rjeðist loks útúr Veróna og Mantúa 29. Maí til að koma
Peschiera til hjálpar, en Karl Albert vann glæsilegan sigur á honum
daginn eptir við Goito, og fjellu þar 5000 af Austurríkismönnum.
011 Italía gladdist mjög yfir þessum sigri og konungi sfnum,
Peschiera gafst upp, og Radetzky yfirgaf iO. Júní bardagalaust
vellina við Rivoli, sem Napóleon hefur gjört svo fræga. En Karl
Albert notaði sjer ei vel af hinni góðu stöðu sinni, og 11. Júní
tók Nugent Vicenza áður enn konungur gæti gjört nokkuð til að
bjarga borginni; Durando rómverskur hershöfðingi, sem í langun
tíma ekki hafði fengið að fara yfir Pó fyrir herra sinum, páfanum,
gat ei varið hana nógu lengi. A eptir Vicenza gáfust og upp
borgirnarPadúa, Trevísó og Rovígó, vg í enda Júní mánaðar voru
Austurríkismenn búný- að leggja undir sig aptur allt Fcneyjaland
nema höfuðborgina. Italía var agndofa og átti að verða það betur.
Karl Albert hafði dreift her sínum yfir 15 mílur, fra Corona til
Montenare, til að reyna að koma til leiðar orrustu, og um nótt
hins 23. Júlí fór Radetzky loks út úr Veróna og hrakti vinstri
fylkingar arm Piemontingja upp að Peschiera. Daginn eptir tók