Norðurfari - 01.01.1849, Side 100

Norðurfari - 01.01.1849, Side 100
102 NORBURrARI. En þetta var ekkert hægðarverk, þvi allt var í ólagi eptir hina gömlu stjdrn, og þeir máttu heldur ei lengi vera í friði fyrir uppreisnum þeim, sem hirðin kom til leiðar móti þeim á meðal Blökkumanna, Serba og Króata. Hið fyrsta, sem á þurfti a5 halða í slikum kringumstæðum, var náttúrlega gott og áreiðanlegt herlið; en kjarnin úr liði Magyara var í Italíu og annarstaðar, því það hafði verið eitt af brögðum Metternich’s, að hann hafði aldrei innlent lið í neinu landi, en skipti svo niður að hver þjóðin skyldi halða reglu hjá hinni og kúga hana. Stjórnin varð því að reyna að skapa nýjan her, því það var ei til þess að hugsa að stjdrn Austurríkis sleppti því liði sem hún einu sinni hafði, og það var með naumindum að Radetzky lofaði Meszaros, sem þá var sveitarforingi í hernum á Italíu, að fara til Pesthar til að takast á hendur hernaðarstjdrn föðurlands síns. Til þess að útbúa nýtt iið þurfti einkum á fje að halda, og í því að ráða úr þessum vandræðum sýndi Kossuth eiginlega fyrst stjórnvizku sína og dugnað. fvegar þingið var sett í Pesth 8. Júlí hjelt hann strax merkilega ræðu og sagði frá hvert ástand þjóðarinnar væri og frá uppreisnonum. Hann sýndi hvernig Króatar, sem Magyarar hefðu álitið fyrir bræður sína frá Arpads dögum, hefðu neitað öllum sáttum cg öngu viljað taka af hinum miklu endur- bólum, sem þeir byðu þeiin, og hefðu þannig ónýtt allar friðunar tilraunir. Hann sagðist ei vilja leyna því að Vínarsljórninni gremdist, að geta ei lengur ráðið yfir Ungverjalandi, og því hefði ráðaneytið þar skrifað, að Magyarar yrðu að sættast við Króata hvað sem kostaði, það er: láta undan þeim og afhenda aptur hirðinni frelsi sitt. Sjálfur kvaðst hann náttúrlega undir eins hafa hætt að senda fje til herstjórnarinnar í Agram þegar Jellachich hefði gert uppreisnina, en þá hefði stjórnin í Vin strax sent honum 150000 Fl. og lastað sig fyrst hann hefði hætt að fá fjendum lands síns meðölin í hendur til að skaða það. Og hvað væri þetta annað enn að Austurrikis keisari hótaði að segja konungi Ungverja, það er: sjálfum sjer stríð á hendur út afKróazíu, sem þó ekkcrt kæmi honum við nema einmitt að því leiti sem hann væri konungur í Ungverjalandi. Og þó sagðist Kossuth ei vilja dæma Króata cins hart og Serba, því þeir væru þó og hefðu verið ríki fyrir sig þar sem Serbar ætluðu að taka nokkuð af landi sjálfs Ungverjalands. Allt þetta sagði hann kæmi sjer til að kunngjöra að landið væri í háska, því þeir gætu ei búist við hjálp frá neinni annari þjóð. Enska stjórnin hefði reyndar svarað þeim eins og stjórn svo frjálsrar þjóðar sæmdi, en það væri ei að búast við að hún gæti veitt þcim neina vcrulega hjálp. Frakklandi kvaðst hann aldrei treysta því það væri æfinlega jafn nærri vestu harð- stjórn og stjórnlausasta frelsi, og sýndi mönnum bezt að allar byltingar yrðu ei frelsinu til gagns; og þó Frakkar þættust láta sjer vera annt um frelsi Magyara, þá væri það ei mikils vert: þeir hefðu líka sagst kenna í brjóstum Pólland, og þó væri Pólland
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186

x

Norðurfari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurfari
https://timarit.is/publication/71

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.