Norðurfari - 01.01.1849, Page 110
12
NORBURFAIU.
var ekki nema nauðugt verkfæri í böndum þeirra, scm þá rjeðu,
og Messenhauser, sem fyrir lið borgarmanna var settur, sýndi
aldrei neinn dugnað. Einasti maðurinn, sem að gagni var, var hinn
frægi pdlski bershöfðingi Joseph Bem, hetjan frá Ostrolenka, en
hann hefði þá verið betur settur fyrir ungverska líðinu enn inn í
borg þar sem allt var í óreglu. Bem er fæddur 1795 og tók ungur
þátt í Napóleons stríðonum, en hann varð ei frægur fyrr enn í
síðustu óhappalegu uppreisn Pólverja 1830. Síðan hefur hann
verið landflótta og tekið þátt í stríðonum á Spáni og í Portugal
o. s. frv. jjegar byltingarnar byrjuðu í fyrra var hann í París
og fór þaðan til föðurlands síns Gallizíu, þegar hann heyrði að
Austurríki væri búið að lofa öllum löndum sínum frjálsri stjórn.
En hann segir sjálfur í brjefl til Dudley Stuart’s lávarðar, að
hann fljótt hafi sjeð að það hafl ei átt að vera nema að nafninu,
og að iítil væri enn frelsis von Pólverja. jjessvegna fór hann
líka undir eins til Vínarborgar, þegar uppreisnin varð þar, til
að gera sitt til að afmá ánauðina og var honum þar strax trúað
fyrir nokkru af þjóðliðinu. Hann barðist opt með undarlegri
hreysti og rak einu sinni lið Jellachich tilbaka með fáeinum erflðis-
mönnum, sem hann safnaði að sjer. En eins manns dæmi var
ei nóg þar sem öll stjórn var ónýt, og geta menn þó ei neitað
því, að erfiðismennir sem hún átti ráð á, sýndu opt ágæta hreysti,
sem var betra makleg enn að verða árangurslaus fyrir handvöm
annara. Keisarinn, sem hafði sezt að í Olmiitz, gaf nú Windisch-
gratz fullt umboð að kúga Vín og friða ríki sitt sem bezt hann
gæti, og gerði hann til þessa að hershöfðingja yfir öllu liði sínu
nema því, sem Radetzky rjeði. jbetta átti keisarinn nú reyndar
ekkert með, þvi þingið sat í Vínarborg og samþykkti ei; en nú
var ei lengur spurt að lögum, og Windischgrátz, sem mest hafði
gaman af að brenna borgir, flítti sjet að fara með lið sitt úr Bæ-
heimi til að sctjast um höfuðborgina. jiangað kom líka Jellachich
með lið sitt, og eltn Magyarar hann að landamærum Austurríkis, en
úr því hann var kominn yflr þau var honum ól.ætt, og Auersperg
kom fljótt til móts við hann með lið sitt, en yflrgaf til þess her-
búðir sínar rjett fyrir utan borgina í garði Schwarzenbergs. Sem
dæmis upp á grimrnd keisara dátanna getum vjer þess að í garð-
inum fannst strax eptir burtför liðsins lík stúdents eins, sem þeir
höfðu myrt svo hræmuglega, að þeir hófðu skorið úr honum tung-
una, stungið út augun, högvið af honum nefið o. s. frv. jiegar
búið var að umkringja borgina á allar siður, voru Ungverjar
einasta frelsis vou» kiftivcrja; en þeir gátu ei farið yfir takmörk
lands síns nema þeir væru til kvaddir af þinginu, en það hikaði
alltaf, og sem sagt er áður voru þá heldur ei yfirforingjar liðs
þeirra tryggir. Vjer hlaupum hjer yfir allar smá orrustur og út-
rásir borgarmanna, sem optast komu fyrir á hverjum degi; en
hin eiginlega atlaga og skothríð byrjaði fyrst þann 28. og stóð yfir
í 6 stundir samfleytt. Samt var borgin ei tekin i það skipti.