Eimreiðin - 01.01.1900, Síða 8
8
Læt ég svo úttalað um þetta atriði og sný mér svo að
hinu næsta.
2) Önnur meginreglan er sú, að kjósendurnir skuli geta kosið
framboðana eftir eigin sannfæringu.
Afleiðing af þessu er fyrst og fremst sú, að atkvæðagreiðslan
á að vera leynileg, svo að kjósandi geti kosið, án þess nokkur
viti, hverjum hann gefur atkvæði sitt. þetta boðorð er að öllu
leyti brotið hér á landi, og þó er hér farið að beita hörðu við
fátæka kjósendur út af kosningum, heimta af þeim skuldir, neita
þeim um úttekt úr búðum og reka þá úr vinnu.
Hér á landi er atkvæðagreiðsla alls eigi leynileg; það er því
með öðrum orðum gert ráð fyrir, að íslendingar séu, þegar þeir
eiga að kjósa, ekki einu sinni mannlegum breyzkleika undirorpnir.
En þegar vér vitum, að jafnvel hinir ágætustu og beztu menn
hafa af breyzkleika afneitað því, sem þeim var helgast og dýr-
mætast, þá getum vér gert oss í hugarlund, hversu skynsamlegt
sé, að ætlast til þess, að fátækir og skuldugir menn séu lausir
við slíkt.
í flestum mentuðum löndum eru kosningar til alþingis þannig,
að kjósandinn á að greiða atkvæði sitt, án þess að nokkur viti,
hverjum hann gefur það. Til þess að enginn geti vitað um at-
kvæðagreiðsluna, er venjulega höfð hin svonefnda Ástralíuaðferð.
En eftir henni er aiþiljuð kompa í kosningarsalnum, sem kjósand-
inn á að fara inn í og greiða þar atkvæði sitt, án þess að aðrir
geti séð atkvæði hans.
Leynileg atkvæðagreiðsla á sér nú stað í flestum siðuðum
löndum, en það er fyrst á síðari árum, að hún hefur rutt sér til
rúms. Fyr meir fóru kosningar fram í heyranda hljóði, og svo var
áður á Englandi. Danir tóku kosningaraðferð sina eftir Englend-
ingum 1848; en síðan var kosningaraðferðin hér á landi tekin eftir
því, sem var í Danmörku. En Englendingar sáu, að kosning í
heyranda hljóði hefur það í för með sér, að atkvæði eru greidd
gegn sannfæringu, og að mútur geta miklu fremur komist að.
Fyrir því hafa þeir lögleitt hjá sér leynilega atkvæðagreiðslu með
lögum 18. júlí 1872. Kjósandinn greiðir atkvæði sitt í afþiljaðri
kompu. f*egar kjósandi er blindur eða eigi læs, má hann greiða
atkvæði munnlega, en annars ekki. En til þess að fara fljótt yfir
sögu, skal ég að eins nefna þau lönd, sem hafa tekið upp leyni-
lega atkvæðagreiðslu. Á Hollandi var leynileg atkvæðagreiðsla