Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1900, Page 9

Eimreiðin - 01.01.1900, Page 9
9 lögtekin með lögum 4. júlí 1850, á Ítalíu með lögum 17. des. 1860, í þýzka keisaradæminu með lögum 31. maí 1869 og stjórnar- skipunarlögum 16. apr. 1871, í Svíaríki með lögum 22. júní 1866, á Svisslandi með lögum 19. júlí 1872, á Frakklandi með lögum 30. nóv. 1875, í Belgíu með lögum 17. maí 1878 og í Noregi með lögum 1. júlí 1884. Auk þess er leynileg atkvæðagreiðsla venjuleg í Austurríki samkvæmt lögum 2. apr. 1873. Með lögum þessum hefur leynileg atkvæðagreiðsla, eftir því sem ég hef komist næst, verið fyrst lögtekin í löndum þessum, og sýnir þetta því, hvernig hún hefur smámsaman rutt sér til rúms. Réttlætið fer hægt og bítandi land úr landi, en þar sem það hefur verið leitt til sætis með lögum, þar hefur það eigi síðan vikið úr sæti sínu. Leynileg atkvæðagreiðsla hefur hvergi verið feld úr gildi, þar sem hún hefur verið lögleidd. Önnur afleiðing af því, að kjósandinn á að geta kosið eftir eigin sannfæringu er sú, að kjósandinn á að hafa rétt til þess að kjósa hvern framboða, sem hann vill. En engin réttlætiskrafa er brotin meira en þessi. að er nærri því eins og það sé óþekt í kosningarlögunum, að til sé neitt, sem heitir föðurland. þegar kjósandinn á að fara að neita kosningarréttar síns, þá finnur hann það ekki, því það er alt brytjað sundur í smástykki, sem kölluð eru kjördæmi. En þó að ég búi í einu kjördæmi, þá er það eigi framar föðurland, en stólfóturinn er stóll. Kjördæmaskiftingin kemur beinlínis í bága við föðurlandið. Föðurland mitt er ísland, en hvorki þessi hreppur eða þetta hér- að, sem ég er búsettur í. Af ást til föðurlandsins get ég verið hjartanlega andstæður öllum hreppapólitíkusum, og þó er það hreppapólitíkin, sem er löghelguð með kosningarlögunum. Flreppa- pólitíkin hefur aldrei haft gott orð á sér, enda má með sanni segja, að hún geti verið hættuleg fyrir föðurlandið. Sérstaklega hefur hún reynst háskaleg fyrir alla skynsamlega fjárhagsstjórn í löndunum. Hin stórkostlega óstjórn í fjármálum, sem nú þjakar menn í mörgum löndum, á að ýmsu ieyti rót sína að rekja til hreppapólitíkurinnar. Og hvers er annars að vænta? Hvert kjör- dæmið vill skara eld að sinni köku, en þegar hvert fyrir sig vill fá sína sneið af landsjóðnum, þá geta menn gert sér í hugarlund, hvort æfinlega verður litið á hag landsins heild sinni. Ef þingmannsefnin í einhverju kjördæmi vilja eingöngu líta á
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.