Eimreiðin - 01.01.1900, Qupperneq 13
13
á, hverjir munu sigra, vaknar dálítill áhugi, en venjulega eru kjós-
endurnir svo sljóvir, að alls konar undirróður þarf að hafa til þess
að koma þeim af stað. Mikið af hinum venjulegu kosningaræsing-
um stafar því af óeðlilegum lögum.
En þó að þessi afleiðing sé ill, þá er sú afleiðingin enn verri,
að velferðarmál þjóðarinnar verða eigi rannsökuð og rædd, svo
sem skyldi. Meirihlutinn sigrar algjörlega, en minnihlutinn hefur
engan talsmann. En nú kunna menn að svara þessu svo: »þ>að
gjörir elckert til, þó að þessi flokkurinn verði undir í þessu kjör-
dæmi, því að sá flokkurinn, sem sigrar í því, verður undir í öðru
kjördæmi«. jþetta er með öðrum orðum: að kjósandinn í einu
kjördæminu á að bera það ranglæti, sem honum er sýnt, með
þolinmæði, af því að öðrum er líka gjört rangt til. Kosningar-
lögin jafna ranglætinu niður og við það hugga þeir sig, sem hafa
sljóva réttlætistilfinningu.
Eg skal ekki neita því, að ranglætið jafnist nokkuð á milli
stóru flokkanna, en hvernig fer um smáu flokkana? Hvar eru at-
kvæði bindindismanna? í>eir, sem gjöra háar réttlætiskröfur, eru
aldrei í meirihluta, því að fjöldinn hefur litlar mætur á ströngum
réttlætiskröfum. En hvar eru atkvæði þeirra, sem heimta meira
siðgæði og réttlæti í landsmálum? Eg efast um, að þeirra sé
fyrst að leita í þingsölunum, því hinar háu réttlætiskröfur eiga
ekkert skjól undir kosningarlögunum. En aftur breiða þau sinn
væng yfir miðlungsmenn, yfir þá, sem ávalt elta meirihlutann, sem
hafa enga sannfæringu, en tala eftir því, sem þeir ímynda sér að
fjöldinn vilji heyra.
þjóðirnar hafa gleymt því, að föðurlandið er eitt og óskift.
Kjördæmaskifting og meirihlutakosningar eru f eðli sínu óhafandi.
Fulltrúaþingin eiga að vera hið sama fyrir þjóðina, sem lands-
uppdrátturinn er fyrir landið.
Eg ætla að nefna einar kosningar, sem fóru fram 1890 í
svissneska smáríkinu Tessin. Atkvæði flokkanna voru hér um bil
alveg jöfn, en samt sigraði annar flokkurinn í 75 kjördæmum af
110. Minnihlutanum þótti þetta svo mikið ranglæti, að hann
gerði uppreisn.
Meirihlutakosningar í kjördæmunum geta því haft það í för með
sér, að minnihlutinn sé alveg borinn fyrir borð. En þær geta líka
haft það í för með sér, að meirihlutinn verði borinn fyrir borð.
Ef vér hugsum oss 30 kjördæmi og 100 kjósendur í hverju, þá