Eimreiðin - 01.01.1900, Blaðsíða 15
i5
4 kjósendur eru í minnihluta, þá getur meirihlutinn kosið alla þessa
þrjá menn, en minnihlutinn fær engan; því meirihlutinn getur
kosið einn með 6 atkvæðum, og hvorn hinna með 5, þar sem
minnihlutinn að eins getur kosið tvo menn með 4 atkvæðum hvorn.
Onnur tillaga er um að hafa aukna atkvæðagreiðslu. Eftir
henni hefur hver kjósandi jafnmörg atkvæði, sem þeir eru margir,
er kjósa skal. Ef á að kjósa 3 menn, hefur hver kjósandi 3 at-
kvæði, og má hann greiða þau eins og hann vill, þannig, að hann
má jafnvel gefa einum framboða þau öll. Á þennan hátt hefir
löggjafarráðið á Kap verið kosið síðan 1852. Á þennan hátt hafa
skólanefndirnar á Englandi verið kosnar síðan 1870.
í stjórnarskipunarlögum Illinoisríkisins í Bandaríkjunum frá 2.
júlí 1870 er einnig ákveðið, að kjósa skuli á þennan hátt til neðri-
deildar löggjafarþingsins. Ef á að kjósa 3 menn A, B og C, þá
má kjósandinn kjósa A með 3 atkvæðum; hann getur og kosið
A með C/2 atkvæði og B með O/2 atkvæði eða A með 2 at-
kvæðum og C með 1 atkvœði.1 þessi atkvæðagreiðsla tryggir
að mörgu leyti rétt minnihlutanna. En flokkarnir þurfa að vera
nokkuð vissir um, hve mörg atkvæði þeir geta fengið, því að ef
atkvæði meirihlutans dreifast, þá getur hygginn minnihluti jafnvel
fengið fleiri menn kosna, en hann hefur hlutfallslegan rétt til. Ef
á að kjósa marga menn í einu, þá verður atkvæðafjöldinn gífur-
lega hár. þessi kosningaraðferð hefur eigi getað rutt sér til rúms.2
Um miðja þessa öld fundu tveir menn hér um bil samtímis
hinar svonefndu hlutfallskosningar. Annar þeirra var hinn danski
stjórnfræðingur Andræ; og voru þessar hlutfallskosningar lög-
leiddar í Danmörku með kosningarlögum 2. okt. 1855, þegar
kjósa skyldi til ríkisráðsins. Landsþingsmenn Dana eru kosnir með
1 Sænskur maður, Erik Rosengren, hefur skrifað ritgjörð um hlutfallskosningar
(Forslag till en proportionel valmetod í »Nordisk tidskrifu 1896, bls. 282—304) og
lagt til, að hver kjósandi mætti að eins hafa eitt atkvæði, en hann mætti skifta því
milli allra framboðanna. [ raun réttri er þetta hér um bil alveg sama, sem aðferðin
við hina auknu atkvæðagreiðslu, nema að atkvæðin verður að reikna miklu fremur
eftir brotum, sem er ekkert auðveldara.
2 Eg var um tíma í Lundúnum í nóvember og desember 1899 og athugaði þá
meðal annars þessar kosningar. Lundúnaborg er skift í 11 kjördæmi og eru kosnir
i hverju þeirra 4—7 menn. Menn, sem ég talaði við, létu illa yflr kosningunni; þeir
sögðu, að það væri ómögulegt að fyrirbyggja, að minnihlutamir dreifðu atkvæðum
sínum; sumir framboðar fengju alt of mörg atkvæði og aðrir, sem þó befðu talsvert
fylgi, næðu ekki kosningu. Þegar hver kjósandi ætti að greiða 6 eða jafnvel 7 at-
kvæði, þá væri eins og kjósandinn yrði ringlaður og úrræðalaus.