Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1900, Page 18

Eimreiðin - 01.01.1900, Page 18
i8 lögleidd,1 og að kjördæmin í hverju amd og í Kaupmannahöfn2 séu sameinuð, því að þá sé um fleiri að velja, og að hver kjósandi gefi að eins einum framboða atkvæði sitt. Ég hef ekki áður minst á þetta atriði, að hver kjósandi gefi að eins einum manni atkvæði sitt. En þetta er eitt af þeim aðal- atriðum, er ég síðar mun ræða nokkru nákvæmar; en nú vil ég nefna hið næsta aðalatriði. Sænskur vísindamaður, dr. Cassel, hefur skrifað ritgjörð um hlutfallskosningar3 og sýnt þar fram á, hversu það sé ástæðulaust, að láta atkvæði þingmanna hafa jafnt gildi. Eftir því sem nú sé, þá skifti engu, hvort þingmaðurinn hafi mörg atkvæði eða fá. Af- leiðingin af þessu sé sú, að atkvæðið missi sitt hlutfallslega gildi, og verði ekki bætt úr því, nema því að eins, að atkvæði hvers þingmanns hafi gildi eftir þeim atkvæðafjölda, sem hann hefur fengið við kosninguna. Éetta var annað aðalatriðið, og þá kem ég að þriðja aðalatrið- inu, en um það veit ég ekki til, að neinn maður hafi ritað sér- staklega, heldur hef ég það úr norskum lögum. Ég hef áður minst á lög Norðmanna 5. júní 1897, sem veita Norðmönnum rétt til að greiða atkvæði við þingkosningar, þótt þeir séu í útlöndum. I þessum sömu lögum er kjósanda leyft að greiða atkvæði með ákveðnum stjórnmálaflokki eða óákveðinni framboðaskrá einhvers flokks, án þess að nefna menn þá, er kjósandinn vill hafa kosna. Éessi þrjú aðaðatriði álít ég að séu skilyrði fyrir því, að full- nægt sé hinni þriðju réttlætiskröfu, að hvert atkvæði fái fult hlut- fallslegt gildi, og skulum vér nú athuga þetta dálítið nákvæmar. Ég hef áður talað um, hversu það sé óheppilegt, að binda menn við að kjósa einn eða tvo menn í kjördæmi, og sýnt fram á, að landið ætti að vera eitt kjördæmi. Hér á landi eru í nokkr- um kjördæmum kosnir tveir menn, og á hver kjósandi að gefa báðum atkvæði sitt, ef það á að vera tekið til greina. í samræmi 1 Eins og áður er getið, má telja víst að þetta verði lögtekið. 2 Hér er lagt til að alt ísland sé eitt kjördæmi; ísland alt hefur að eins 76 þúsund ibúa, en 1. febr. 1900 voru íbúar Kaupmannahafnar 360,000 (og að úthverf- unum meðtöldum 479,000) eða framt að því fimmfalt fleiri. Tillaga Scharlings er því miklu mikilfenglegri en tillaga sú, sem hér er um að ræða. 3 Dr. G. Cassel: Om proportional Repræsentation í »Tilskueren« 1896, bls. 466—476.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.