Eimreiðin - 01.01.1900, Side 24
24
veld og venjuleg atkvæðagreiðsla. En ég vil taka hér upp orð
dr. Cassels um þetta efni. Hann segir svo:
»Auðvitað má haga atkvæðagreiðslunni á venjulegan hátt,
þannig, að hinar mismunandi atkvæðatölur þingmanna séu skrifaðar
upp og lagðar saman. I’essi aðferð er mjög seinleg, en með reikni-
vélum o. s. frv. má þó gjöra atkvæðagreiðsluna miklu auðveldari.
Atkvæðagreiðslan getur einnig verið auðveld á þann hátt, að þing-
menn þrýsti á rafmagnshún, og með sérstakri vél væri hægt á
svipstundu að telja saman atkvæði þingmanna. Pað er einnig
hægt — bókstaflega — að vega atkvæðin: Sérhver þingmaður
hefur silfurkúlu, sem vegur jafnmörg sentígrömm, sem hann hefur
fengið atkvæði, og svo má vega atkvæðin á metaskálum. Ef vill,
má með ljósfærum sýna mundang metaskálanna á vegg í þing-
salnum, svo að þingmenn geti séð, hvernig vogin hreyfist, meðan
á atkvæðagreiðslunni stendur. Slík atkvæðagreiðsla mundi að
minsta kosti vera skemtilegri en venjulegur upplestur á »jáum«
og »neium«.1
Eg skal svo með fáum orðum nefna meginreglur þær, sem
um hefur verið rætt, og hverjar eru afleiðingar þeirra:
1. Kjósendum á að vera mögulegt að neyta kosningarréttar.
Af þessu leiðir, að kjörstaðir á íslandi eiga að vera að minsta
kosti einn í hverjum hreppi.
2. Kjósendur eiga að geta kosið framboðana eftir eigin sann-
færingu. Af þessu leiðir fyrst og fremst, að atkvæðagreiðslan á
að vera leynileg, og í öðru lagi, að kjördæmaskiftingin á að falla,
en landið að verða eitt kjördæmi, svo að hver kjósandi geti kosið
hvern framboða, sem sannfæring hans bendir honum á, hvar svo
sem framboðinn er á landinu.
3. Atkvæði hvers kjósanda á að hafa fult gildi í hlutfalli við
atkvæði annara kjósenda. Af þessu leiðir auðvitað, að öll kjör-
dæmaskifting getur eigi átt sér stað, en að öðru leyti er afleiðing
af þessu fyrst og fremst sú, að hver kjósandi á að eins að kjósa
einn fulltrúa af framboðum landsins, í öðru lagi að atkvæði hvers
fulltrúa á að hafa á þingi gildi eftir þeim atkvæðafjölda, sem full-
trúinn hefur fengið við kosninguna, og loks er afleiðingin sú, að
ef fulltrúi kjósandans fellur, þá á atkvæði kjósandans að teljast
þeim flokki til gildis, er hann fylgir.
1 »Tilskueren« 1896, bls. 476. Sjá einnig »Brockhaus’ Konversations-Lexikon«
1898, 17. bindi: »Abstimmungsapparate« og »Abstimmungstelegraphen<s.