Eimreiðin - 01.01.1900, Page 31
3>
III. NÝGRÆÐINGAR.
Hvað nú lít eg hér um slóðir?
Horfir hér til umbreytingar ?
Grám í auðnum ótal lágir
Anga birkis nýgræðingar.
Blásna mela, berar skriður,
Börð, er eyðing gjörði að nekja,
Nýgróandi birki er byrjað
Blettum grænum víða að þekja.
Ei dvín jarðar eðlisþróttur,
Undir dauða lífið blundar;
Sendir móðir anga unga
Arfa sína við til fundar.
Hver þá mundu boð þeir bera?
Blakta lauf í vindi þíðum;
Mætum beiddi mögum heilsa
Móðir haldin sorgum stríðum.
»Heilsið«, kvað hún, »bygöa brögnum
Brýnast þó samt lýðnum unga.
Ó að sérhvert ykkar laufið
orðið væri málgædd tunga!
Segið þeim, hin mædda móðir
Mjög að þrái bót á skrúði,
Fyrndu nú, en fyrrum grænu,
Fríða er reifði eyjarbrúði.
Upp er runnin öldin nýja,
Yngjast skyldi storð með lýðnum
Fullum hugar, fremdargjörnum,
Fúsum starfs og hvergi kvíðnum.
Pekkja skyldu mínir megir
Meinleg upptök skemdar hruna;
Stríður af því stendur voði,
Styðji’ ei mannshönd náttúruna.