Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1900, Síða 38

Eimreiðin - 01.01.1900, Síða 38
3» það félli í valinn, né grafa það niður í leigðu moldina. Fyr skyldi ég hagnýta spíritus læknanna og geyma síðustu leifar Vonar minn- ar í þessum lofthreina andstæðingi rotnunar og dauða. þá sneri ég af þjóðveginum, sem liggur milli læknanna og kaupmannanna, — en sem þeir aldrei hafa tekið stein úr —. Eg fór til Einverunnar, sem var roskin einsetukona. Hún var gömul vinkona mín, hafði selstöð út við sjóinn, og var ég jafnan vel- kominn til hennar, þegar öll önnur sund voru lokuð. Hún var þögul og í þungum þönkum; benti hún mér að setj- ast á blágrýtisstein, sem var mosavaxinn að ofan, en að sunnan var hann sólbrunninn og þakinn geitaskóf að norðan. Eg þáði boðið fegins hugar og tylti mér niður. Eg var orð- inn dauðlúinn í fótunum og handleggirnir örmagna undir sinni byrði. Setti ég þegar Von mína á kné mér og hvarflaði döprum augum kringum mig. Dagurinn var nálega liðinn. Sólin var gengin undir í daln- um þeim megin, sem vegur minn lá. En hinum megin skein hún glatt og brosti við öllu dauðu og lifandi. Austrið var farið að dökkna; en vesturáttin stóð í gullsaumuðum litklæðum, sem öll voru borðalögð, og breiddi faðminn móti kyrlátri nóttinni. Eg hafði oft og lengi hugsað um ólán okkar Vonar minnar, en aldrei komist að neinni sennilegri niðurstöðu um orsakirnar. En nú fékk ég að vita það hjá Einverunni. Eg spurði hana einskis, en hún sagði mér alt ófregið. Rödd hennar var myrk og rám og því líkust sem komin væri neðan úr jörðunni. Hún mælti á þessa leið: Sjaldan fellur eplið langt frá eikinni. Afkvæmið hlýtur að erfa foreldrið. Afleiðingin er dóttir orsakarinnar. — Eú brýtur heilann um vanheilsu Vonar þinnar, af hvaða rótum hún sé runn- in, og þó liggur hún í augum uppi. Veiztu ekki hve rótgróin þið eruð saman? Hún er hold af holdi þínu og sál af sál þinni. Sami stormurinn næðir gegnum ykkur bæði og hefir nætt. Pegar þú hefir öslað krapelginn, svo að blóðið hefir flúið upp fyrir knjá- liði, hefir hún einnig dofnað upp fyrir knésbætur af kuldanum, þótt hún dræpi ekki tám sínúm í vaðalinn. Kuldinn hefir farið með hana, kuldinn, kuldinn — og hún lagði áherzlu á orðið. í*ú ert alinn upp við harðan kost þessa grimma óvinar frá blautu
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.