Eimreiðin - 01.01.1900, Page 40
40
slógu hring um mig og heimtuðu alla krafta mína. Ég bjó um
hana svo vel, sem mér var unt og hlúði að henni. Svo sneri ég
út í glauminn. Ég hvesti olnbogana og bjóst til að beita þeim í
mannþrönginni, svo að ég yrði ekki troðinn undir og hafður fyrir
ofaníburð í einhvern veginn, sem hin svo kallaða »Svínahrauns-
pólitík« hafði þá í smíðum handa næstu vorleysing.
En þegar ég hafði tómstund aflögu, hljóp ég til hennar, laut
niður að henni og vafði hana að mér. Ég sofnaði frá henni á
kvöldin og vaknaði til hennar á morgnana. Éegar ég sat við
vinnu mína eða skrifborðið mitt, ruggaði ég henni með tánni og
lagði eyrað við andardrættinum. Og ég óf svip hennar og sárs-
aukabros inn í setningarnar, sem ég hugsaði og skrifaði.
Ég bjóst við, að hún dæi þá og þegar, — að hver dagurinn
yrði hennar síðasti.
— En ár og dagar eru liðin, og ennþá er hún við sama,
ennþá hefir hún bólstöð sína í vöggunni og hjarir.
Mér hefir sýnst hún vera að fram komin margt kvöld, þegar
ég hefi beygt mig yfir hana, örmagna af þreytu eftir erfiði dags-
ins. Ég hefi tekið af svefntíma mínum, til þess að yrkja yfir
henni banagælur.
En svo hefir hún verið hressari í bragði- á morgnana, þegar
sólin skín inn um gluggann. Lífsmörkin eru þá glögg og hjartað
lætur á sér bæra. — Nú sé ég, að hún getur ekki dáið.
Hún er eilíf.
Guömundur Frtðjónsson.
Til Vestur-íslendinga 1898.
I. BRAGA-MÁL.
»Sitjið heilir, börn og brúðir, bræður, systur!«
— segir Bragi, sendur vestur —
»sé ég yður heillagestur!
Heima þar sem hníga vötn af himinfjöllum
ofan á greina Iðavelli
á ég bygð í silfurhelli.