Eimreiðin - 01.01.1900, Page 42
42
Pað eru lífsins lög, þó verði létt á metum
hverjum þeim, sem þreyttur grætur
þunga sekt með bundnar fætur.
Pó skal stundum þessum líka þokan birta;
föðurlandið fagurbjarta
fylgir lengi trúu hjarta.
Hvað er helzt, sem eftir áttu íss- á -láði,
hafirðu með þér lífsins ljóðin,
lögð sem gull í hjartasjóðinnr
Enginn ræna annan má því allra bezta,
geymdu dyggur gullin smæstu,
gæðin fylgja þá hin stærstu.
Fólska er víst að flýja sína fósturströndu,
nema mannsins insti andi
eftir sé þó skift sé landi.
Hvað er landið? — Sál þín, saga, siðir, tunga;
vötn og grjót þig varðar öngu;
vitrir kendu svo fyrir löngu.
Veröld öll er óðal þess, sem orkan styður;
hverjum, sem er heiðursmaður,
heimull er hver samastaður.
II. BRAGA-BÖGUR (niðurlag).
Völdin hefur Valdimar með virkt og prýði,
fram af Núpi fossa ljóðin,
fossinum undir stendur þjóðin.
Vestur á Horni Hannes situr hermannlegur,
bæði hár og herðadigur,
hlífist þó að beita vigur.