Eimreiðin - 01.01.1900, Síða 57
57
að upp frá þessu snúi menn sér ekki síður að ísaldamenjunum,
sem landið er að nokkru leyti hlaðið úr, og er það nú þegar séð,
að slík athugun muni geta kent oss ýmislegt merkilegt um mynd-
unarsögu íslands — og líklega stærri svæða.1
p. t. Leith, í febrúar 19CX).
Helgi Péiursson.
Reykjavík um aldamótin 1900.
Eftir mag. Ben. Gröndal.
»HÖFUÐSTAÐUR« — nafnið er mikið í munni, eins og ís-
lendingum er tamt að tala; það er oft haft um Reykjavík, þótt
ekki sé meiningin að jafna henni við höfuðborgir eða stórborgir
erlendis. En í samanburði við aðra staði á Islandi má hún heita
höfuðstaður, og það því heldur, sem þetta orð er haft um stór-
bæi hér á landi, t. a. m. Odda (í Porláks sögu helga); en þar sem
engin lýsing á Reykjavík er til, eins og hún er nú um aldamótin,
þá þykir ekki ótilhlýðilegt að gera þetta nú, og þá um leið gleyma
þeim óhróðri, sem því miður oft og tíðum hefur sést í blöðum
vorum um þenna stað, og hefur slíkt annaðhvort komið af öfund,
eða þá af því, að mönnum lætur betur að lasta en lofa. Dæmi
þess, að nokkur þjóð lasti höfuðstað sinn eða riti um hann óhróð-
ur, þótt eitthvað megi að honum finna eins og öðru, finnast ekki
í útlendum blöðum, enda er nú og alllangt síðan nokkuð slíkt
hefur sést hjá oss.
LANDNÁM REYKJAVÍKUR. »Ingólfr var frægastr allra
landnámsmanna, því at hann kom hér at óbygðu landi ok bygði
fyrstr landit«, segir Landnáma, sú bók, sem engin þjóð á hennar
líka um sögu síns lands.2 Að því leyti er Reykjavík merkasti
staður á landinu, þar sem þar var fyrst bygt, þó að ekki hafi þar
1 Fess skal getið, að rannsóknir þær, er greinarkorn þetta styðst við, voru
gerðar fyrir danska peninga (frá háskólanum og kirkju- og kenslumálastjórninni).
2 Þess gætir alls ekki, að einhverjir munkar (sem þeir kölluðu »Papa«) höfðu
einhverntíma fyr komið að landi fyrir austan; islenzkir sagnaritarar hafa ekkert tillit
tekið til þeirra, því sem landnámsmenn voru þeir þýðingarlausir og vér vitum ekkert