Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1900, Page 63

Eimreiðin - 01.01.1900, Page 63
63 túnið og hafa setið þar síðan, og látið byggja alt upp aftur og breyta, og byggja kirkju nokkuð neðar á túninu. Pá sést og hinn nýi Sjómannaskóli tvíloptuð bygging ekki allstór, en snotur; upp úr henni er stöng með kúlu á, sem látin er falla niður á viss- um dögúm, þá er klukkan á að vera ellefu. Svo sést og út yfir öll hús og bæi í þá átt, sem síðar mun getið, en nær er Tjörnin og Tjarnarbrekkan, og svo sjálfur meginbærinn niður í kvosinni milli Hólavallar og Skólavörðuhæðarinnar. Fagurt hlýtur Ingólfi að hafa þótt að horfa yfir landið, því hvað sem hver segir, þá er fegra útsýni varla hugsanlegt, þar sem fjöllin eru svo mátulega langt í burtu, hvorki ýkja há né hrikaleg — þegar heiðríkt er og sólin nær að ljóma allan þenna fjallahring, ýmist með morgungeislunum eða þá um hádegið, þegar fjöllin eru blá og sjórinn eins og skínandi töfradúkur, eða um sólarlagið, þegar fjöllin sveipast pururablæ og dökkna loksins smátt og smátt fyrir næturdimmunni; eða á veturna, þegar þau eru þakin snjó og mjöll, þegar sólin rennur í logni og heiðríkju og Esjan stendur eins og glóandi eldmúr uppi yfir dökkbláum sjónum. Alt er kyrt, og ekkert '»mentunar«- eða »framfara«-skvaldur truflar náttúrufriðinn, ekkert vagnaskrölt, enginn járnbrautarhvinur, engin véla-læti, því enn er maður laus við þenna ófögnuð, sem þrælkar og niðurníðir tign og fegurð náttúrunnar, enda hefur flestum út- lendingum fundist mikið til þessarar sjónar, og hefur Kálund lýst henni ágætlega í sinni bók. SKÓLAVARÐAN dregur nafn sitt af því, ab þegar skólinn var í Skálholti, þá höfðu piltar hlaðið þar vörðu einhverja, og var hún kölluð eftir þeim, og þetta sama gerðu þeir, þegar skólinn fluttist til Reykjavíkur, en þá hefur þetta verið ómerkileg hrúga eða grjótvarða. Seinna lét Krieger stiftamtmaður hlaða vörðuna betur upp og múra, og þá var eirtafla eða eitthvað þess konar sett á hana og letrað á: »Kriegers Minde«; þar eftir lét Árni Thorsteinsson, sem þá var land- og bæjarfógeti, bæta hana alla og múra upp, svo nú er hún allhár múrturn ferhyrndur, og er bezti útsjónarstaður, því stigar (raunar ekki sem þægilegastir) eru innan í henni, svo komast má efst upp, og er þá víðsýni mikið. Efst uppi á vörðutoppinum var hani, og hefur hann líklega átt að gala yfir bænum og minna bæjarmenn á árvekni og framtaks- semi, en hann hefur aldrei galað og er nú eins og »Loptr rúinn«.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.