Eimreiðin - 01.01.1900, Page 86
86
og stórum herbergjum; þar eru haldnir dansleikir og þar er nú
hið helzta sjónleikahús bæjarins; þar er og BÚSTJÓRNARSKÓUNN,
þar sem yngismeyjar læra matargerð og að brjóta »servíettur«,
en samt varla enn von til að alt sveitafólk fari að lifa á »boeuf-
karbonade« eða »grillieruðum« lambahausum eða »Fiskefilet«, eða
þeim hinum mörgu og margháttuðu réttum, sem kent er að tilbúa
á þeim skóla; en margt má þar læra. — Við endann á tjörninni
bæjarmegin er hús nokkurt, sem lengi var kallað »Thorgrímsens
liús«, af því þar bjó Sigurður Thorgrímsen landfógeti fyrrum (f
1831); en seinna fékk Eggert kaupmaður Waage húsið, og síðan
»Herkastalinn«. Alþingishúsið. Dómkirkjafl. Barnaskólinn.
Goodtem plarah úsi ð. I ð nað arm annahúsi ð.
REYRJAVÍK FRÁ SUÐURENDA TJARNARINNAR.
Sigurður sonur hans; húsið var áður lítið og lélegt, en Sigurður
hefur látið stækka það og gera það tvíloftað, svo það er nú
skrautlegra en áður og allsnoturt; rekur Sigurður þar verzlun sína.
Tar nálægt er GÓÐTEMPLARAHÚSIÐ, allstórt og því nær einn
salur; þar var lengi leikið og prédikað; þar má ekkert óhreint
vera og óheilugum ekki leyft að koma, nema fyrir náð og miskun
eigendanna, en það eru allir »templarar«. Enginn áfengisdropi má
koma þar inn, en nóg af »límónaði« og »gosdrykkjum«, kaffi og
súkkulaði og óendanlegur fjöldi af kökum og sætabrauði. Skamt
þaðan er einkennilegt hús, sem Jakob Sveinsson bygði og bjó