Eimreiðin - 01.01.1900, Page 87
«7
þar lengi; hann var systursonur Jóns Thorstensens landlæknis og
fór utan og nam trésmíði og varð hinn mesti smiður og lærði
fjölda ungra manna; skamt þaðan er vinnuhús tvíloftað, er hann
bygði sér.
Gagvart þessum húsum er DÓMKIRKJAN; hún var áður úr
timbri og er sagt að sú kirkja sé nú vöruhús það hið mikla, er
stendur í garðinum á bak við »Hótel Alexandra«; seinna var bygð
steinkirkja all-óálitleg og loksins var hún endurreist 1847, °g unnu
danskir menn að því verki, en svo var einkennilega að farið, að
DÓMKIRKJAN.
sandurinn í múrverkið var fluttur hingað frá Danmörku, af því
menn ætluðu, að hér væri enginn sandur til; kirkjan er annars
ljót utan og skiftir litum við hverja skúr; stóð hún svo mörg ár,
þangað til menn fóru að taka eftir, að múrinn var sumstaðar far-
inn að bila, og var Jakob Sveinsson þá fenginn til að gera við
hana, þótt hann væri enginn múrari og hefði aldrei við það feng-
ist;, voru veittar til þessa margar þúsundir króna; þá var sú breyt-
ing gerð, að burtu voru teknir fjórir stöplar eða útskot á hornum
kirkjunnar, án efa ætlaðir fyrir myndastyttur, ef tíðarandinn hefði