Eimreiðin - 01.01.1900, Síða 95
95
hluta. Þetta veitingahús stóð lengi og er það ferhyrndur kassi
með uppmjóu strýtuþaki og strompur upp úr miðjunni ; hafði Svein-
björn Hallgrímsson það að háði í T’jóðólfi og kallaði það »oka-
ker«, enda er byggingarlagið næsta ljótt Seinna gáfu kaupmenn
bænum húsið og var það gert að spítala og sett á það spjald
mikið með »Hospítal« á, og stóð við það nokkur ár. Eftir það
keypti eða leigði Englendingur nokkur húsið og hafði þar vezrlun
illa og óþriflega; síðan varð það eign Björns Kristjánssonar kaup-
manns, og leigði hann það út, svo það varð veitingahús aftur og
voru þar dansleikir og skemtanir »Reykjavíkur ldúbbsins«; þar
eftir seldi Björn Kristjánsson húsið og þá lenti það í »Sáluhjálpar-
hernum« eða »Frelsishernum« eða »Hjálræðishernum« — »kært
Barn har manga Navne« segir danskurinn — og svo varð það að
»Herkastala«, en er í rauninni mesta skrapatól orðið og hreysi,
svo að jafnvel fyrir löngu var norðurveggurinn studdur með staur-
um, en nú er því aftur hætt, og hirðir líklega enginn um, þótt
hróatildur þetta skekkist eða falli. Auk dansleikjanna voru þar
áður sjónleikir og leikið eftir föngum, þótt ekki væri af eins
dýrðlegri list og nú tíðkast; en nú er í þessa stað kominn sálma-
söngur með simfóni og salteríó og margskonar guðræknis-æfingum;
þar hefur »Herinn« einnig stofnað gistihús handa fátækum að-
komumönnum og frávillingum, og kostar það afarlítið að fá þar
rúm og kaffi, miklu minna en annarstaðar, og betri viðurgerningur
og hjúkrun, því oft eru þessir menn ekki sem bezt á sig komnir,
og er þetta mjög virðingarvert og í rauninni »Hersins« bezta verk.
Við hliðina á »kastalanum« eru leifar eða rústir »Gamla klúbbs-
ins«, þar sem Hendrichsen »pólití« sat nætur og daga við konjaks-
kolluna, eða lék á flautu á dansleikjunum. Hendrichsen var stór
og sköllóttur — hafði verið þjónn hjá Schulenberg greifa; hann
lét stafinn ríða á íslendingum, þá er þeim sló sarnan við Dani.
Um hann var þetta kveðið: »Hendrichsen á hafsins brún | horfir
malarkambi frá, | skrifar röðull skrítna rún | skallann pólitíis á«. Á
»Gamla klúbbnum« dansaði Jörgensen »íslands-verndari«, og þar
hafa margir merkismenn komið: Bjarni Thórarensen, Jónas Hall-
grímsson og fleiri.
Pegar vér nú stöndum við hornið á »Herkastalanum«, þá erum
vér eins og Herkúles á vegamótum: annaðhvort er að snúa inn
til höfuðborgarinnar og í hennar glaum og ginnandi »starfslíf«, eða
þá út eftir, og það munum vér nú gera fyrst um sinn, til þess aö