Eimreiðin - 01.01.1900, Síða 99
99
i'na<i með fílefldu gufumagni; er vélin undir húsinu og skröltir
allan daginn, svo húsið leikur á reiðiskjálfi og eru þar sífeldir
»landskjálftar« eins og af hverakippunum í Krísuvík og ekki ver-
andi nema fyrir mestu fullhuga Par er sú voldugasta prentsmiðja
á landinu og bókasala mikil íslenzkra bóka, pappírsverzlun og rit-
fangasala ágæt. Á þessum stað var áður lítið og ljótt hús. og
bjó þar Pórður sýslumaður Guðmundsson; eftir hann kom Billen-
berg, þýzkur skósmiður; um hann var þetta sagt: »Pað hleypur
í gegnum haus og merg | þegar hanarnir gala hjá Billenberg«';
seinast bjó þar Guðmundur Lambertsen, listamaður mikill og undar-
legur nokkuð, og þar dó hann. Áfast við ísafoldar-húsið, eða því
nær, er hús Eyjólfs Porkelssonar úrsmiðs; það ereinkennilega bygtog
haglega, og svölugangur uppi. Bar næst er norðurendinn á hinu mikla
húsi Rafns Sigurðssonar skósmiðs og Magnúsar Benjamínssonar úr-
smiðs, en aðalhliðin á húsinu veit að Veltusundi, og er þessi endi því á
horninu á því og Austurstræti. Ný sölubúð fyrir skófatnað er bygð út
til Austurstrætis, og fagur svölugangur uppi yfir; slíkt hið sama er
og yfir bókverzlunarbúð ísafoldar, og eru öll þessi hús samföst
og til mikillar bæjarprýði. Bæði þessi Rafns helmingur og millum-
byggingarnar eru á því svæði, sem áður stóð »Gunnlaugsenshús«;
það var nokkuð stórt timburhús, sem Björn Gunnlaugsson keypti
af Ditlev Thomsen, þegar Björn flutti með skólanum til Reykja-
víkur; þar bjó Björn lengi og kona hans Guðlaug Aradóttir, ein-
hver hin fegursta og frægasta kona á landinu, systir Ara læknis
á Flugumýri, og þar önduðust þau bæði, Björn og Guðlaug. Eftir
það fékk séra Matthías húsið og orti þar margt, og var þá heldur
skáldlegt í húsinu; eftir Matthías bjó Magnús Benjamínsson þar
um hríð, og þá var þar fult af úrum og hugvitsgerðum gangvél-
um, en þetta hefur alt orðið að víkja fyrir rosabullum Rafns og
vatnsstígvélum. Nú sést ekkert eftir af þessu húsi. Gagnvart
þessu, eða á hinu horninu á Veltusundi og Austurstræti og alt
yfir að Aðalstræti er HÓTEL íSLand, sem Halldór Guðmundsson
sagði að væri »þarfasta hús á landinu«; það er mest gestgjafahús
á landinu, og þar er mikill salur og fagur og góð herbergi, eftir
því sem hér eru föng á. i’ar stóð slagur milli botnverpinga og
íslendinga 27. sept. 1898, og var ekki mikið viðnám veitt af vorri
hendi; en ekkert blað gat um þenna minnisstæða atburð. Aðal-
hliðin á »Hótel ísland« veit að Austurstræti, en gagnvart henni
er fyrst hið mikla vöruhús og sölubúð Eyþórs kaupmanns Felix-