Eimreiðin - 01.01.1900, Page 102
102
í>á er hið nýja PÓSTHÚS, sem á nafnspjaldi við dyrnar kallast
með gyltu letri »Konungleg póststofa« og gylt mynd hjá, sem
annaðhvort á að vera lúður eða hrútshorn; hefur kannske þótt of
mikið að heita »pósthús«, eða of tignarlegt, en samt er gatan
kölluð »Pósthúss-stræti*; pósthúsið var áður barnaskóli, tvíloftað og
stæðilegt hús úr steini, og að hleðslulagi svipað alþingishúsinu;
en brátt þótti það reynast bæði of lítið, og svo óholt að loftslagi, að
afráðið var að setja barnaskólann annarstaðar, þótt fáir muni botna
í, hvað póststjórnin hefur að gera með alt þetta gímald. Aðal-
LÆKJARTORG OG HÚS THOMSENS KAUPMANNS.
dyrnar snúa að Pósthúss-stræti, en ekki er gengið inn um þær,
heldur upp breiða tröppu í útbyggingu við suðurendann. Ram-
lega er almenningi varnað frá að komast þar inn í hið allrahelg-
asta, þar sem póstmeistarinn ríkir með póstþjónunum; er hár og
sterkur veggur til hægri handar og tvö göt á, annað fyrir höfuðið
á póstmeistaranum, en hitt fyrir þjónana, þá er menn koma til
þess að tala við þá eða með bréf sín; en til vinstri handar er
bálkur mikill um þvert húsið, álíka og var í hellinum Brúsa, sem