Eimreiðin - 01.01.1900, Qupperneq 114
steinn*, vandað steinhús, er Schau steinhöggvari bygði upp úr kot-
bæ, er þar var áður og hét Merkisteinn; nafn hússins er höggvið
yfir dyrunum. far gagnvart er »Frú Marenar hús«, sem nú er
kallað; það hús bygði Einar Jafetsson, sonur Jafets Johnsens,
mágs Jóns Sigurðssonar forseta; en síðan keypti frú Maren það,
dóttir Lárusar Thórarensens sýslumanns og ekkja eftir Jóhannes
Guðmundsson sýslumann, tengdamóðir doktor Valtýs; þar býr
hún nú ásamt Katrínu dóttur sinni. f*ar gagnvart er allmikið bök-
unarhús, timburhús einloftað og rúmlegt, bygt af Norðmanni nokkr-
um Endresen fyrir nokkrum árum, en nú eign félags nokkurs í
Reykjavík. Par þykja brauð nú bezt í bænum og margskonar
önnur brauðgerð. — Skáhalt þar á móti er »HÓTEL REYKJAVÍK«;
það hús bygði fyrst Nikulás Jafetsson, bróðir Einars, og var þá
lítið hús með kvisti, og var þegar veitingahús; seinna fékk það
Einar Zoéga veitingamaður og lét bæta við það og byggja ofan
á það og lengja það mikið; síðan flutti Einar þaðan og í það hús,
sem nú er »Herkastalinn *, og þá varð húsið eign Ólafs Eiríks-
sonar söðlasmiðs, en hann seldi það aftur Einari Zoéga, og er það
nú veitingarstaður eins.og áður. Gagnvart þessu húsi er grjót-
garður, upp á gamla vísu, og þar fyrir innan kálgarður, sem heyrir
til húss Árna Eiríkssonar, en þvert fyrir þeim garði og neðar
liggur rautt hús, tvíloftað og einkennilegt, og hefur af löguninni
hlotið ýms nöfn: »skrínan«, »púltið« og »skattholið«, því hér á
landi er siður að uppnefna alt, sem uppnefnt verður. Eetta hús
bygði Sigurður Jónsson járnsmiður, og setti þar smiðju; þar bjó
hann tvö ár, en þá keypti Benedikt Ásgrímsson gullsmiður húsið
og bjó þar þrjú ár; síðan keypti Benedikt Gröndal húsið og dubb-
aði það upp, því það var fremur óálitlegt utan, þótt vel væri
bygt; þessu húsi fylgir engin lóð að kalla má. Ofar Og upp við
götuna er hús Árna kaupmanns Eiríkssonar, bygt af Guðmundi
Erlendssyni útvegsbónda; það hús var lengi kallað »Rinima«, en
þetta nafn heyrist nú ekki lengur, því fólkið er orðið svo »mentað«.
Fyrir vestan þetta hús liggur stígur ofan að sjónum, en fyrir
vestan þann stíg er lítið hús, sem áður var eign Jóns Borgfirð-
ings, og bjó hann þar lengi, og þar eru börn hans upp alin.
Neðst við sjóinn og í vestur frá stígnum er steinhús, nokkuð gam-
alt og einkennilegt, það bygði Sigurður Fórðarson útvegsbóndi,
sonur Eórðar borgara og bróðir þeirra Guðmundar og Jóns. Á
þessu húsi eru veggir svo þykkir, að standa mundu fyrir fallbyssu-