Eimreiðin - 01.01.1900, Page 123
123
Guðmundur í Traharkoii; þótt þeim ekki verði jafnað við hina
fjóra riddara í 6. kapítula »Opinberunarbókarinnar«, þar sem þeir
voru ríðandi, en hinir gangandi á tveimur, ef ekki fjórum fótum;
en það er um þessa fjóra að segja, að Hróbjartur var syndur sem
selur og hafði farið til Bilbao með saltfisksduggu; Jón kópi var
vatnskarl hjá gamla lektor; Sigurður skalli var eins konar Porfinnur
hausakljúfur og bar oft skallan alblóðugan, svo menn skyldu ætla
hann hefði staðið í hroðalegustu vígaferlum; en Guðmundur í Traðar-
koti var Andri jarl og beit í brýni fyrir kaupmenn og fékk hálf-
pela í staðinn. Petta voru nú helztu hetjurnar á þessu tímabili,
og er nær að halda þeirra orðstír á lofti heldur en margra annara,
sem ekkert hafa annað gert en að vera ófullir. Annars var nátt-
úrlega minni umferð á götunum en nú, þar sem fólkið var miklu
færra, og minna af spjátrungum; þá brá og stöku sinnum fyrir
fornaldarbrag og stórmennskusniði á sumum mönnum, eins og
þegar Tórður í Skildinganesi kom til bæjarins á skósíðum kalmúks-
frakka með beinhörðum spesíum í hnappa stað; Pórður var ríkur,
faðir Einars, föður Guðjóns. En vér snúum oss nú frá þessari
fornöld og til vorra tíma.
Fyrst er að minna á það, að Reykjavík verður hvorki borin
saman við stórborgir í útlöndum, né verður henni heldur líkt við
hvert smáþorp. Oftar en einu sinni hefur verið talað um að hér væri
óþrifalegt, en það er ekki rétt; Reykjavík er fremur þrifalegur bær,
og ekki fremur tiltökumál, þó hér verði forugt á götum eða blautt,
heldur en alstaðar annarsstaðar; sumir fínir smáherrar hafa og
hneykslast á grútarlyktinni, sem stundum leggur með vindinum yfir
bæinn, en þeir þekkja þá ekki eða muna ekki, hvernig annarsstaðar
stendur á, þar sem verksmiðjur eru og ýms fyrirtæki sem valda enn
meiri óþrifnaði og enda eitra bæði loft og vatn; ætlast þessir menn
líklega til að göturnar séu altaf döggvaðar með ilmvatni, en þess mun
enn langt að bíða.1 Fremur mætti segja að vatnsbólin séu of fá,
og er það læknanna að eiga þátt í, að á því sé bót ráðin, og ýta
undir bæjarstjórnina í því efni. En annars hefur oftar en einu
1 Grútarlyktinni i Rvík er sannarlega ekki bót mælandi. Hún er ekki einungis
hneykslanleg, heldur hreint og beint óþolandi og landinu til stórskammar. Hvaða
hugmynd skyldu útlendingar fá um Island, sem ef til vill hvergi koma þar nema
einmitt í höfuðstaðinn og fá þar annað eins í vitin eins og grútarlyktina þar,
þegar hún er i almætti sinu? Það er vonandi, að bæjarstjórnin sjái svo sóma sinn,
að hún leggi blátt bann fyrir alla lýsisbræðslu svo nærri bænum, að nokkurn ódaun
geti af henni lagt yíir göturnar. RITSTJ.