Eimreiðin - 01.01.1900, Page 127
127
í eyðuna.
I. ÖFUND. .
Öfund ulindar ýta þrátt,
öllum hrindir rétti;
seggja lyndi gerir grátt,
glæöir synd og pretti.
II. AÐ EIGIN DÓMI.
Skynseminni skjátlast tíðum getur,
en skeikar aldrei því. er heimskan metur,
V. G.
Aflið í bæjarlæknum.
Ein af hinum helztu framförum þessarar aldar er fólgin í því,
að mönnum hefir lærst að nota náttúruöflin og láta þau vinna fyrir
sig. Menn hafa séð, að mannsaflið er svo lítið hjá hverjum ein-
staklingi og þar að auki svo dýrt, að menn komast skamt með
því einu, ef nokkuð stórt á að vinna eða mikið að framleiða.
Vinnubrögðin hafa því víðast hvar meir og meir færst í það horf,
að menn láta náttúruöflin fremja vinnuna sjálfa, en nota manns-
höndina og mannsandann til þess að stýra þessum öflum. Með
því móti geta menn bæði afkastað miklu meiri vinnu en ella og
gert það með miklu minna kostnaði.
En hvernig er nú ástatt í þessu efni á íslandi? I’ví er fljót-
svarað. Par er mannsaflið hérumbil hið eina afl, sem notað er til
vinnu. Að vísu eru dýr (hestarnir) þar nokkuð notuð til vinnu,
en þó miklu minna en vera ætti. Aftur má svo heita, að náttúru-
öflin sjálf séu þar alls eigi notuð, því þær undantekningar, sem til
eru, að því er vatnsaflið snertir, eru svo sárfáar, að þær eru varla
teljandi. Pó ber því eigi að neita, að sumar af þeim bera vott
um, að menn sé þó í öllu mókinu að minsta kosti farið að dreyma
um, að til séu náttúruöfl á íslandi, sem nota megi í þjónustu mann-