Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1900, Page 148

Eimreiðin - 01.01.1900, Page 148
148 VI. W. G. COLLINGVVOOD and JÓN STEFÁNSSON: A PILGRIM- AGE TO THE SAGA-STEADS OF ICELAND. Ulverston 1899. Þessi bók hefir í sumum íslenzkum blöðum verið kölluð skonungsger- semi«, enda má það vel til sanns vegar færa, því önnur eins skrautrit um íslenzk efni eru sjaldsénir fuglar. Búningurinn er í alla staði svo smekklegur og fagur, að mönnum hlýtur að verða starsýnt á hann. Og þegar þar við bætist, að efnið er einkar hugðnæmt og vel valið, þá getur varla hjá því farið, að þessi bók verði til þess að vekja meiri eftirtekt á íslandi en nokkur önnur, sem í langa hríð hefir út komið. Vér megum því sannarlega vera höfundunum þakklátir fyrir starfsemi þeirra, þar sem bókin bæði getur aukið sjálfum oss unað og stuðlað að vaxandi þekkingu og áliti á landi voru út á við. Aðalmarkmið þessarar bókar er í stuttu máli það, að sýna mönn- um, hvernig umhorfs sé á þeim stöðum, þar sem hinir helztu viðliurðir, er okkar frægu fomsögur segja frá, hafa gerst. Höf. segja, að þegar menn í útlöndum séu að lesa sögurnar og dást að þeirri list, sem komi fram í lýsingum þeirra á persónum og viðburðum, þá séu menn oftast nær í standandi vandræðum með að gera sér grein fyrir því leiksviði, sem alt þetta gerist á. Því hafi sagnariturunum ekki dottið í hug að lýsa, af því að þeir hafi skrifað fyrir íslendinga, sem þektu það af eigin reynd. En fyrir þá útlendinga, sem lesi sögurnar, sé það mjög áríðandi að fá rétta hugmynd um, hvernig litið hafi út á þeim stöðv- um, er sögurnar gerðust á, því að þá verði svo miklu hægra að skilja lyndiseinkunnir þeirra manna, sem sagt sé frá. Sú náttúra, sem sé í kringum menn, hafi sem sé jafnan töluverð áhrif á skaplyndi manna, þó menn geri sér ef til vill ekki sjálfir grein fyrir því. Og ef nú lesend- urnir hugsi sér hina »bleiku akra« Gunnars, Helgafell Snorra og stað- ina, þar sem Guðrún átti heima og Kjartan dó, eins og ægilega auðn frosts og funa, þá geti menn ekki botnað í neinu. En geri menn sér hugmynd um sögustaðina eins og þeir eru í raun og veru, þá eigi menn hægra með að gera sér grein fyrir þeim innileik blíðu og ástar og þeim ofsa heiftar og haturs, sem sögurnar lýsi hjá persónum sínum. Bókin á þvi að vera eins konar uppdráttur, til að hafa við hönd- ina til skilningsauka, þegar menn eru að lesa sögumar, líkt og menn hafa landabréf, þegar menn era að lesa landafræði og um stórviðburði í mannkynssögunni. En hún er í raunihni miklu meira, því bæði af myndunum og textanum má hafa svo mikla nautn út af fyrir sig, að bókin er í fylsta máta sjálfstæð án sambands við nokkuð annað. í
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.