Eimreiðin - 01.01.1900, Page 154
skyldu þeir lýðir löndum ráða,
er útskaga áðr um bygðu!
og gjarnan mundi ég fram gefa líf mitt, ef það yrði Fróni til frelsis, því að frelsið
tel ég Islandi þarfæ.ta gjöf«. I öðru bréfi til B. Th., rituðu í Uppsölum (á sænsku)
stendur meðal annars: »Svo að aldrei fari svo, að ég ekki skrifi þér neitt i frétt-
um, verð ég að segja þér frá því, að ég hefi gefið úc á sænsku boðsbréf að úrvali
úr islenzkum ritum. það er alveg dæmalaust, hve mjög menn hér virða og stunda
íslenzka tungu; verði framhald á þvi á sama hátt og nú, verður þess ekki lengi að
biða, að allar þrennar bókmentirnar verði kunnar um öll Norðurlönd, og það gleður
mig, að íslenzku bókmentirnar skuli geta náð jafnvirðulegu sæti meðal þeirra og þær
munu gera. Brátt rekur að því, að enginn Norðurlandabúi getur orðið skoðaður
sem lærður maður, nema hann geti að minsta kosti nokkurn veginn fleytt sér i
islenzku*.
UM NÚTÍÐARMENTUN OG BÓKMENTIR ÍSI.ENDINGA hefir J.C.Poestion
ritað grein i »Wiener Rundschau« III, 19 ''ágúst 1899), þar sem hann lýsir lyndis-
einkunnum Islendinga og öðrum einkennum, og skýrir frá mentun þeirra, skólum,
bókasöfnum, félögum, tímaritum, bókmentum, söfnum og listum, að svo miklu leyti
sem þær eru til. tar er og þýðing á nokkrum íslenzkum kvæðum (eftir Ben.
Gröndal, Stgr. Thorsteinsson, Matth. Jochumsson og Hannes Hafstein). — Aðra grein
hefir Poestion ritað í >Neues Wiener Tageblatt« XXXIII, 182 (5. júli 1899) um ís-
lenzk blöð og tímarit, og er þar meðal annars þýðing á grein dr. Jóns Stefánssonar
»Bismarck um ísland« í Eimr. II, 196—200.
UM HÖFÐALETUR, uppruna þess og eðli hefir dbrm. Brynjúlfur Jónsson frá
Minnanúpi skrifað ritgerð í »Zeitschrift des Vereins fúr Volkskunde« 1899 (bls. 181
—189) og fylgja henni myndir, er sýna bæði höfðaletur, bandletur og spónaletur.
Á höfundurinn þakkir skilið fyrir hana, því á slíkri ritgerð var mikil þörf, og ætti hún
líka að birtast á íslenzku. Froken M. Lehmann-Filhés hefir þýtt ritgerðina á þýzku
og ritað við hana nokkrar skýringargreinar og inngangsorð.
ISLENZK FERÐABÆN heitir smákvæði eftir dbrm. Brynjúlf Jónsson, sem
froken M. Lehmann-Filhes hefir þýtt á þýzku og gefið út með dálitlum formála í
»Berliner Evangelisches Sonntagsblatt« (24. sept. 1899).
UM SULLAVEIKI (»Tre Ekinokokker, fjernede gennem transpleural Incision«)
hefir læknaskólakennari Gudfnundur Magnússon ritað grein t »Hospitalstidende«
1899, nr. 50, þar sem hann skýrir frá lækning þriggja sjúklinga með holdskurði, og
höfðu 2 þeirra sull í lifrinni, en einn í lungunum. Greinin er óefað mikils virði fyrir
lækna, þar sem hún skýrir frá nýrri aðferð, ekki sízt að þvi er snertir lækning á
sullaveiki í lungunum, sem menn hingað til hafa ekkert getað átt við, og sjúkling-
arnir því orðið að deyja drottni sínum, ef náttúran hefir ekki sjálf getað yfirbugað
sjúkdóminn.
UM SPJALDVEFNAÐINN er grein í »Vossische Zeitung« 28. febr. 1900, þar
sem skýrt er frá fyrirlestri, er herra Soekeland hafi haldið um hann á febrúarfundi
Þjóðfræðafélagsins í Berlin (»Verein fúr Volkskunde«) fyrir hönd froken Lehmann-
Filhés. Var þar sýnt, hvernig farið væri að vefa, og meðal annars mynd af ís-