Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1900, Qupperneq 155

Eimreiðin - 01.01.1900, Qupperneq 155
i55 enzkri stúlku, sem er að vefa með spjöldum, í fullri likamsstærð, og var sú mynd gerð eftir teikning eftir dbrm. Brynjúlf Jónsson frá Minnanúpi. í*ar voru og sýnd spjaldofin bönd frá ýmsum löndum, meðal annars frá Tiflis og Mosul (þar sem Ninive stóð forðum), og kvaðst ræðumaðurinn vera á sömu skoðun og froken Lehmann- Filhés um það, að spjaldvefnaðurinn væri, eins og svo margar aðrar listir Austur- landa, upprunalega kominn frá Babýlon. ÞlÐREKSSAGA. Fyrir gagnrýnar rannsóknir á henni, um aldur hennar, til- drög, yngri viðauka o. s. frv. hefir Vísindafélagið danska heitið verðlaunapeningi sínum í gulli fyrir árið 1900, og eiga svörin að vera komin til skrifara félagsins, prófessors dr. H. G. Zeuthen í Khötn fyrir lok októbermánaðar 1901. UM STAÐANÖFN OG STAÐALÝSING Á GRÆNLANDI eða í hinum fornu bygðum Islendinga þar hefir prófessor Finnur Jónsson ritað langa og fróðlega rit- gerð í »Meddelelser fra Grönland« XX, og fylgja þeirri ritgerð 2 góð kort, annað yfir Eystribygð og hitt yfir Vestribygð. UM KNVTLINGSÖGU, drög til hennar og sögulegt gildi hefir sami höfundur ritað langa ritgerð í »Det kgl. danske Vidensk. Selsk. Skr.« VI, 1 1900, og gerir hann þar Ijósa grein fyrir kostum hennar og göllum, og sýnir fram á, að gallarnir séu ekki nærri eins miklir, eins og orð hefir verið á gert af ýmsum dönskum sagnfræð- ingum, þó sumt sé auðvitað rangt i henni. HÆNSAÍ*ÓRISSAGA er nýkomin út i þýzkri þýðingu eftir prófessor A. Heusler (Berlin 1900), og er sú þýðing einkar vönduð. Framanvið sjálfa þýðinguna er all- langur inngangur um íslenzka sagnaritun yfirleitt, og er hann snildarlega ritaður. I sjálfri þýðingunni er slept úr ættartölum og einstöku athugagreinum, sem vér íslend- ingar mundum að vísu sakna, en sem litla þýðingu mundu hafa fyrir þá lesendur, sem þýðingin er ætluð. Þó virðist oss vafasamt, hvort rétt sé að sleppa flestum kenningarnöfnum og jafnvel sjálfum goðatitlinum við nöfn manna, eins og þar er gert, jafneinkennileg og þessi kenningarnöfn eru fyrir þá tima, er sögurnar segja frá. Vér fáum ekki betur séð, en réttast væri að halda öllum slíkum auknefnum og þýða þau, að svo miklu leyti sem vér vitum, hvað þau þýða. — Hinn ytri búningur bókarinnar er svo prýðilegur og smekklegur, að hann einn hlyti að gera hana að- laðandi, þó ekki væri annað. Verðið er 2 M. VATNSDÆLA SAGA hefir og komið út í þýzkri þýðingu í hinu alkunna »Reclarn’s Universal-Bibliothek« nr 3035—36 (verð 40 Pf.), og er sú þýðing eftir dr. H. v. Lenk, bókavörð í Vínarborg, Þýðingin er yfirleitt góð og lipur, þótt ein- stöku smágalla megi á henni finna. ]?annig þýðir »stallr« í 3. kap. ekki hesthús (»Stalle«), heldur jötu, og »skinnhúfa« í 29. kap. táknar ekki loðkápu (»Pelzkappe«), heldur höfuðfat. Neðanmáls við þýðinguna eru ýmsar skýringargreinar og er það töluverður kostur. En bæði hefðu þær mátt vera nokkru fyllri og svo eru sumar þeirra ekki sem nákvæmastar. f^annig er skýringin á nafninu »Borðeyri« (bls. 51; ekki rétt og athugasemdin um »berserkina« (bls. 100) ófullnægjandi og hefði legið nær að vísa til upphafs 9. kap, þar sem talað er um »úlfheðna«. Á bls. 122 segir, að goðadæmin á Islandi hafi eftir 1004 verið 51 og hafi hvert þeirra haft sitt eigið þing. En goðadæmin (»Godenbezirke) hafa víst aldrei verið fleiri en 39, því hinir nýju goðar munu engin mannaforráð hafa haft, og vorþingin voru aldrei nema 13, eitt fyrir hver 3 goðadæmi.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152
Qupperneq 153
Qupperneq 154
Qupperneq 155
Qupperneq 156
Qupperneq 157
Qupperneq 158
Qupperneq 159
Qupperneq 160

x

Eimreiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.