Skírnir - 01.01.1940, Side 8
Sigurður Nordai
Einar Benediktsson
i.
Þegar Björnstjerne Björnson var sjötugur, orti Þor-
steinn Erlingsson til hans kvæði, sem byrjar á þessa leið:
Þín hirð þekkist, Norðmaður, hvar sem hún fer,
þar herja svo margir og snjallir;
þeir ganga nú færri með gildari her,
og gullhjálminn þekkjum vér allir.
Einar Benediktsson hefir ekki safnað um sig neinum her
fylgismanna. Hann hefir verið einmana maður, eins og
flestir miklir andans menn, jafnvel þegar hann svip-
sinnis hefir varpað sér inn í stjórnmálaskærur eða lifað
miklu samkvæmislífi. En samt hefir hann haft um sig
hirð, — flokk, sem hann var sífellt að efla í 40 ár, frá
því hann birti fyrstu kvæði sín, í Sunnanfara 1891, þang-
að til hann gaf út síðustu ljóðabók sína, Hvamma, 1980.
Og hver þekkir ekki þá hirð, hvar sem hún íer? Hver
Erindi þetta var flutt í Ríkisútvarpið 31. október 1939. Þó að
það sé ekki nema afmælisræða, sem nær skammt til þess að gera
skáldinu og verkum hans viðunandi skil, hefi eg fyrir tilmæli rit-
stjóra Skírnis látið til leiðast að birta það nú. Einar Benediktsson
andaðist 12. janúar 1940, og hefði því verið eðlilegast að vinna úr
þessum drögum eftirmæli um hann, en til þess brast mig tíma að
þessu sinni. Vonandi get eg síðar ritað rækilegar um sumt af þvi,
sem hér er lauslega vikið að. Erindið er að mestu leyti óbreytt frá
því, sem það var. Eg hefi sleppt fáeinum setningum, sem sérstak-
lega voru bundnar við afmælisdaginn, og aukið IV. kaflann nokkuð,
þó að efni hans sé hið sama og áður. — Allir þeir, sem þekkja kvæði
Einars, munu sjá, að eg hefi víða vitnað í þau í lausa málinu, án
þess eg hafi nennt að setja það innan tilvísunarmerkja á hverjum
stað né geta þess, hvaðan það sé tekið.