Skírnir - 01.01.1940, Page 10
Skírnir
Einar Benediktsson
7
l>að hefir verið allmikið rætt, og það hefir verið bæði
vanskilið og misskilið.1) Auk þess gefur það mér tæki-
færi til þess að segja nokkur orð af hreinskilni um þann
þátt í æfisögu Einars, sem menn leiða venjulega að mestu
eða öllu hjá sér, þegar þeir rita um skáldið, en alþýðu
manna hefir orðið því skrafdrýgra um.
Sá boðskapur, sem var veitt mest athygli, þegar þetta
kvæði birtist fyrst, fyrir 34 árum,2) var draumur Einars
um framtíðarhlutverk Dettifoss og annara íslenzkra
fossa: að það ætti að nota þetta feiknaafl, sem hingað
til hefði farið til ónýtis, verið kviksett í klettalegstað
fljótsins, til þess að bæta kjör lýðs og lands, tendra ljós
í myrkri, breyta ísi jöklanna í hita, græða upp landið,
strá blómaskrauti yfir rústir grjótsins og draga frjómögn
lofts að blómi og björk.
Það er enginn vafi á því, að Einar hefir þarna einkan-
lega í huga framleiðslu tilbúins áburðar í stórum stíl,
þó að hann klæði þá hugmynd í svo skáldlegan búning,
að þetta hversdagslega orð kemst ekki að. Einmitt á því
ári, sem Einar orti kvæðið, var hinn mikli norski eðlis-
fræðingur Birkeland vel á veg kominn með þær rann-
sóknir, sem urðu undirstaða að saltpétursvinnslu úr loft-
inu við fossa í Noregi. Einar hlýtur að hafa lesið eitthvað
um þetta, líklega í norskum blöðum, því að fyrsta vís-
indalega ritgerð Birkelands um það efni birtist ekki fyrr
en 1906, ári síðar en kvæðið, og fyrsta verksmiðja af
þessu tagi var ekki reist fyrr en 1908. En svo næmur
hefir Einar verið á gildi þessarar nýju uppfinningar, að
allt ímyndunarafl hans kemst á flug: hann sér hina
beinaberu ættjörð sína í anda klædda í gróðrarskrúð
og þjóðina eiga sér nýja framtíð auðlegðar og gæfu.
1) Til samanburðar við þetta erindi vil eg benda á ræðu mína,
Matthías við Dettifoss, sem er prentuð í Eimreiðinni 1921 og í Erfi-
minningu Matth. Jochumssonar 1922. Þar minntist eg á kvæði Ein-
ars um fossinn, en á óviðunandi hátt, svo að ástæða er til að reyna
nú að gera bragarbót.
2) í Skirni 1905.