Skírnir - 01.01.1940, Síða 12
Skírnir
Einar Benediktsson
9
ing hans, að íslendingum væri lífsnauðsyn að fá meira
fjármagn til þess að færa sér gæði landsins í nyt og njóta
hæfileika sinna, eins og hann segir í Aldamótum:
En sýnir ei oss
allur siðaður heimur,
hvað sárlegast þarf
þessi strjálbyggði geimur,
að hér er ei stoð
að stafkarlsins auð?
Nei, stórfé!
Hér dugar ei minna!
Þetta stórfé vildi hann færa landi sínu og þjóð. Enginn
getur neitað því, að hann sýndi í fyrirætlunum sínum
bæði stórhug og áræði, komst furðu langt áleiðis með
persónulegu áhrifavaldi sínu og yfirburðum einum sam-
an, án þess að hafa nokkurn bakhjall, hvorki í eigin efn-
um og þaðan af síður í tilstyrk eða trausti valdamanna
hér heima. Eg hygg, að það verði síðar viðurkennt, að
ýmsar fyrirætlanir Einars hafi verið miklu skynsamlegri
og hagnýtari en samtíðarmenn hans vildu viðurkenna.
Sumar þeirra kunna að hafa verið nokkuð uppi í skýj-
unum eða að minnsta kosti ekki tímabærar. En er það
nokkuð undarlegt, að maður með spámannlega andagift
verði í aðra röndina spákaupmaður, ef hann fer að fást
við kaupsýslu?
Eitt er að minnsta kosti víst um Einar Benediktsson.
Það var fjarstæða fyrir samtíðarmenn hans að leggja
honum til ámælis, að hann varpaði skugga á skáldskap
sinn með braski sínu, sem svo var kallað. Á ljóðlist hans
féll aldrei neitt gróm af brestum hans, en hún græddi
margvíslega á ferðalögum hans og glímu við fjármál-
in. Hann sá, eins og Odysseifur, borgir margra manna
og lærði að þekkja siðu þeirra. Af þeirri reynslu stafaði
víðsýni og heimsborgarabrag á kvæði hans. Hitt væri
sönnu nær, að fjármálamaðurinn hafi tapað á sambúð-
inni við skáldið. Fyrirætlanir hans kunna, eins og áður
er sagt, að hafa borið of mikil merki skáldlegs ímynd-