Skírnir - 01.01.1940, Síða 13
10
Signrður Nordal
Skírnir
unarafls. Og enn meira máli skipti það, að hann gat
aldrei fengið sig til þess að fórna allri hugsun sinni, beztu
hugsun sinni, fyrir athafnalífið. Hvar sem hann fór og
hvað sem hann sýslaði, heimtaði skáldið bróðurhlutann
af orku hans og athygli. Hann var skiptur:
Hálfan á mig hafsins alda,
hitt eg ber í Ijóssins skaut.
Sigling hans gegnum brim og boða fésýslunnar hefði
orðið öruggari, ef hann hefði aðeins hugsað um peninga
og framkvæmdir. En í raun og veru var ríki þessa mikla
heimsmanns aldrei af þessum heimi. Og óvíða í verkum
hans kemur það berlegar fram en í kvæðinu um Detti-
foss, hvernig það andlega og veraldlega togast á um
hann.
III.
Þó að mönnum hafi orðið starsýnast á kaflann um
virkjun fossanna í þessu kvæði, er það undið saman af
fleiri þáttum. Það er að uppistöðu með óskipulegri kvæð-
um Einars Benediktssonar. Frammi fyrir hrikaleik hins
ótamda afls brýzt svo margt í huga skáldsins, vakna
svo breytileg veðrabrigði í honum, að hann hvarflar frá
einu til annars. En einmitt þess vegna kynnumst við hon-
um hér frá ýmsum hliðum. Hér eru glampar stórfelldr-
ar lýsingar á fossinum og auðninni kringum hann. En
það eru ekki nema fáir drættir. Einar hefði getað ort
heilt kvæði, sem hefði orðið ógleymanleg lýsing fossins,
því að ekkert íslenzkt skáld hefir getað málað slíkar
myndir með orðum einum sem hann. Þá kemur fram í
kvæðinu lotning hans fyrir þessu stórveldi náttúrunnar,
sem orkar á hugann, eflir mannleg hjörtu, styrkir veik-
an vilja, hreinsar sorgina, gerir hið hégómlega, heimsku-
lega, venjubundna að hismi. Og honum finnst sem ham-
farir fossins séu fórn, sem hverfi aftur til uppsprettu
alls máttar,
sem bergrödd, er sig hrópar heim,