Skírnir - 01.01.1940, Page 15
12
Sigurður Nordal
Skírnir
úr innblæstri Matthíasar. Hann hefir séð í tvo heimana,
vitað hvað það var að vera frá sér numinn, eins og hann
hefir lýst í Leiðslu:
Og andinn mig hreif upp á háfjallatind.
Einar virðist hafa metið Matthías meira en öll önnur ís-
lenzk skáld á 19. öld. Og einu sinni sagði hann við mig,
að hann hefði mestar mætur á Leiðslu af öllum kvæðum
Matthíasar. Þar fann hann auðsjáanlega mestan skyld-
leik við sinn eigin skáldskap.
Sannleikurinn um Einar Benediktsson er sá, að þó að
hann væri mikill íþróttamaður á mál og stíl, þó að vits-
munir hans setji mark sitt á kvæði hans, meðal annars
í því, hve vandlátur hann er á búning þeirra, þá var hann
framar öllu skáld af guðs náð, ef nota má þetta slitna og
hálfóljósa orðatiltæki. Hann var dulsæismaður í eðli
sínu, leitaði allt af út yfir takmörk hinnar hversdags-
legu hugsunar og skynsemi, átti sér djúpa og persónu-
lega trúarreynslu, sem að vísu birtist honum ekki nema
í blikum, hugboði, eins og tíðast er um vitundarlíf af því
tagi, — þar sem hann rakst á ofurefli sitt, en gerði þó
sífellt nýjar og nýjar atlögur að því að sækja á „von-
lausu klifin".1) Hann hefir í lítilli frásögu frá yngri ár-
um sínum, sem er talin rituð 1897, en efalaust hugsuð
nokkurum árum fyrr, og hann nefndi Gullský, reynt að
lýsa þessu ástandi: hvernig hann skynjar tilveruna, skil-
ur hana fremur með taugum en heila, sameinast náttúr-
unni, svo að honum finnst hún vera hið innra í honum og
1) Þetta tók Guðm. Finnbogason réttilega fram í grein í Skirni
1905 (351. bls.): „Einar Benediktsson er huliðshyggjumaður (mys-
tiker) í aðra röndina" o. s. frv., en drap aðeins lauslega á það. —
Frá því eg fyrst veitti Gullskýi verulega athygli, fyrir einum 30 ár-
um, hefir það allt af orðið mér ljósara og ljósara, að þar er lykill-
inn að því sérkennilegasta og djúpsæjasta í kvæðum Einars, sem
rekja má frá því hann yrkir Norðurljós og allt til verkaloka. Um
þetta efni hefi eg safnað miklum drögum, en ekki vikið að því á
prenti nema í smágrein í Morgunblaðinu 24. des. 1935. Frá síðari
árum Einars er greinin Alhygð (Eimr. 1926), sem svarar til Gull-
skýs á svipaðan hátt og Elivogar (í Hvömmum) til Norðurljósa.