Skírnir - 01.01.1940, Page 17
14
Sigurður Nordal
Skírnr
ans, líkt og straumurinn í rafleiðsluþráðunum frá orku-
stöðinni. Með æðri þekkingu getum við náð taumhaldi á
þessari andlegu orku, og þá rennur upp hin nýja öld hug-
arvaldsins, miklu voldugri en öld tækninnar. Með hugar-
valdi á Einar fyrst og fremst við, að maðurinn fái vald á
hugsunum sínum, láti ekki berast eins og flak með straumi
hugrenninganna. En hann trúir því líka, að með ræktun
hugarfarsins magnist máttur mannsandans, vilji hans geti
klofið björgin, sýn hans náð út yfir hina helfjötruðu
veröld takmarks og tíma, hann geti skynjað guðdóminn,
horfzt í augu við hann, án þess að deyja. Allt þetta hygg-
ur hann hina miklu dulspekinga hafa megnað á beztu
stundum sínum. Hann skilur þetta ekki til fulls, en skynj-
ar það sem í djúpum draumi.
IV.
Eg sagði það hér að framan, að í kvæðinu um Dettifoss
kæmi það berlega í ljós, hvernig hið veraldlega og and-
lega togaðist á um Einar Benediktss. Annars vegar er at-
hafnalöngun fésýslumannsins, sem vill gera náttúruna og
auð hennar sér undirgefin, bæta ytri kjör lýðs og lands,
leita gæfunnar á leiðum auðs og framkvæmda. Hins vegar
er þrá dulsæismannsins, sem finnst allt lítils virði í sam-
anburði við þá æðri þekkingu og þroska, sem stefnir að
fullkominni guðsvitund. Hvernig samrýmdust þessar tvær
stefnur í fari hans og hugsun?
Það er enginn hægðarleikur að gera skýra grein fyrir
lífsskoðun Einars Benediktssonar. Enginn nema sá, sem
í senn þekkir svipað vitundarlíf og hún er runnin af og
hefir auk þess sökkt sér ofan í kvæði hans, getur greint í
sundur, hvar hann talar af eigin reynd, af öllum hug, og
hvar hann grípur til venjubundinna orða og aðfenginna
1) Það er ekki vafi á því, að Einar talar þarna ekki í líkingu,
heldur á að skilja orð hans bókstaflega. Úr því að alheimssálin, orka
lífs og anda, hefir getað tengzt hinu dauða efni og mótað það, ætti
ekkert að vera því til fyrirstöðu, að maðurinn geti með einbeittri
hugsun einni saman haft áhrif á efnið.