Skírnir - 01.01.1940, Page 18
Skírnir
Einar Benediktsson
15
hugtaka til þess að drepa þeim í skörð þessarar reynslu.
Það er ekki heldur heimspeki hans, sem skiptir mestu máli,
hvort hann hefir átt sér samfellt kerfi heimsskoðunar,
sem skipa mætti á sinn stað í sögu frumspekinnar, þó að
það sé út af fyrir sig fróðlegt rannsóknarefni. Að minnsta
kosti eru engin tök á að ræða það hér. En fáeinar, sundur-
lausar athuganir um persónulegasta viðhorf hans, í trú,
líferni og skáldskap gætu ef til vill orðið einhverjum af
áheyrendum mínum hvöt og leiðbeining til þess að lesa
kvæði hans með meiri gaumgæfni.
Það hefir verið aigengt að tala um algyðistrú (pan-
þeisma) Einars, og má vitna því til stuðnings í ýmsa staði
í kvæðum hans:
Eg veit, að allt er af einu fætt,
að alheimsins líf er ein voldug ætt,
dauðleg, eilíf og ótalþætt
um afgrunns og himins slóðir.
Eða:
Djöfuls afl og engils veldi
eru af sömu máttarlind o. s. frv.
En algyðistrú getur verið með ýmsum hætti, svo að á sum-
um stigum hennar verður allt guðlegt, en hún getur líka
nálgast það að láta hið guðlega hverfa í náttúruna og verða
nafnið tómt. Hvað sem Einar Benediktsson sums staðar
segir um þetta efni og hvað sem hann kann stundum að
hafa hugsað um það, leikur enginn vafi á því, að sam-
kvæmt reynslu sinni og innstu sannfæringu var hann ein-
dreginn tvíhyggjumaður:
Því ljósvakans máttuga móðurlind
og moldarnáttúran dauð og blind
tengjast í okkar ytri mynd,
en eru af tveimur heimum.
I Gullskýi talar hann um „eðli náttúrunnar---------þetta
tvíbrotna, hverfula eðli, sem þráir að lifa og þarf að deyja“.
f Stefjahreimi segir hann: „Þá heimur giftist heli og gröf“.
Alheimsins líf er runnið frá einni uppsprettu, en það er
tengt efninu — og með því baráttunni, syndinni, dauðan-