Skírnir - 01.01.1940, Side 20
Skírnir
Einar Benediktsson
17
En allt er oss þungt, með eðli tvenn,
og Edens hurðir oss varðar —
að bera hér hold og sál í senn,
sauðir glataðrar hjarðar.* 1)
Það var engin furða, þó að slíkur maður væri samtíð
sinni ráðgáta, stórbraskari og stórskáld, fésýslumað-
ur, sem fyrirleit jarðneska muni, með yfirlæti og sundur-
gerð á ytra borði, en auðmýkt og sektarvitund í hjarta,
gjarn á glaum, óhóf og munað, á flótta frá sjálfum sér,
án þess að finna athvarf svölunar og gleymsku:
Minn hlátur er sorg. Við skrum og við skál
í skotsilfri bruðla ég hjarta míns auði.
Mungátin sjálf hún ber moldarkeim.
Og hann gerði ekki samferðamönnunum auðveldara fyr-
ir að átta sig á honum. Mest af viðræðum hans við fólk
var ekki annað en glæsilegur orðareykur, sem hann þyrl-
aði upp til þess að dyljast, fylla tóm einskisverðra sam-
vista og komast hjá því að hlusta á heimskuhjal annara
manna. Þar áttu sannarlega við hans eigin orð: „Skilur
haf hjarta og vör“. Ekki er vafi á því, að hann hefir lagt
sig meira fram og á annan hátt, þegar hann þurfti að
beita fortölum við menn í sambandi við fyrirtæki sín.
En þar var það enn annar maður, sem talaði. í sam-
kvæmishjali til dægrastyttingar nennti hann sjaldan að
beita sér og gat sjaldan fengið af sér að tala af ein-
lægni, einna helzt, þegar honum var andmælt og hann
1) Eftir að eg hafði flutt þetta erindi sagði prófessor Þórður
Sveinsson mér eftii'farandi sögu, sem er svo merkileg, að hún má
ekki gleymast. Þeir Einar og einhverjir fleiri menn sátu saman uppi
i Skólavörðuholti og voru allir dálítið við skál. Þetta var nokkuru
eftir aldamótin. Einhver stakk upp á því við Einar, að hann færi
með kvæði, en hann tók þvert fyrir það, varð fár við og hljóður um
stund. Þá sneri hann sér að Þórði, strauk vinstri hendinni upp eftir
hægri handleggnum, greip fast um öxlina og sagði: „Eg vildi gefa
handlegginn á mér upp í axlarlið til þess að hafa ekki lifað eins og
eg hefi gert. Það er í mér helvítis dóni, sem hugsar ekki um neitt
nema peninga. Hann sér um gentlemanninn. En þeir talast aldrei
við“.
2