Skírnir - 01.01.1940, Síða 22
Skírnir
Einar Benediktsson
19
kemur fram í ýmiss konar myndum í kvæðum hans, eft-
ir því sem geðbrigðin brjótast í honum. I Gömlu lagi
ásakar hann sig fyrir að hafa ekki sniðið sér stakk eftir
vexti:
Því brauzt eg frá sókn þeirra vinnandi veg-a
á vonlausu klifin, um hrapandi fell?
Það hlóðst að mér allt eins og haf af trega,
sem holskefla sannleikinn yfir mig féll —
minn eyddi draumur, sem eilifð ei borgar,
minn óður einn skuggi fánýtrar sorgar.
Hann verður svo lítillátur að óska þess, að hann hefði
ort kvæði sín að alþýðu skapi og við alþýðu hæfi, en lýk-
ur þó kvæðinu með því að finnast hann vera haukur
meðal fiðrilda og flugna, flugþreyttur að vísu, en samt
haukur! Miklu sárari harmur er honum í huga, þegar
hann talar um sína æðstu köllun, sem var öllum skáld-
skap meiri, að öðlast þá guðsvitund, sem einungis hrein-
hjörtuðum er veitt:
Yeiztu, það eitt, sem sá voldugi ann,
er veröld, sem hjartað býr sér til?
Þessi köllun var „lokkbjarta sveinsins vöggugjöf“, pund-
ið, sem hann hafði ekki ávaxtað, þrátt fyrir alla sína
þrá til þess:
Síðan kafa eg knattasund;
kalla í bæn um týndan lund.
Færi heim af banabrautum
brot mín — fyrir vaxtað pund.
Sú tilfinning, sem hann lýsir í Gullskýi, að hann geti ekki
elskað alheimssálina, af því að hann gat ekki snortið
hana með huganum og hjarta hans var það ofraun, var
hans þyngsti dómur. Hennar vegna reikaði hann um eins
°g gestur og útlagi:
Menn þagga svo oft sína innstu rödd.
Utlendir dvelja þeir hér á jörð.
Það er ekki einungis breyskleiki holdsins, sem þessu veld-
Ur- Sjálft mannvit hans verður honum að synd. 1 Draum-
2*