Skírnir - 01.01.1940, Síða 24
Skírnir
Einar Benediktsson
21
þegar hann var mestur og verk hans fullkomnust. Samt
má ekki gleyma henni. Hún er eitt af hans merkilegustu
yrkisefnum. Hún skýrir hina geysi-sundurleitu dóma um
skáldskap hans. Það væri efni í fróðlegan þátt úr and-
legri þroskasögu Islendinga á 20. öldinni að rekja þá
dóma sundur og sýna, hvar leiðirnar skiljast með skáld-
inu og mönnum af ýmsu tagi. Eg skal aðeins að lokum
minnast á eitt atriði úr þeirri sögu.
Af öllum kvæðabókumEinars hefir sú síðasta,Hvamm-
ar, hlotið langminnstar vinsældir. Það mun almennt vera
álitið, að hún beri öll merki hrörnunar. Þar sé skáldinu
farið að fatast, bæði í því að gera öðrum það skiljan-
legt, sem hann vilji segja, og jafnvel að vita sjálfur,
hvað hann sé að fara.
Mig langar ekki til þess að fara út í neinn jöfnuð milli
bóka Einars. En að einu leyti hafa Hvammar vakið mesta
furðu mína af þeim öllum. Það er ekkert launungarmál,
að á því árabili, er hann orti kvæðin í þeirri bók, fór
högum hans mjög hnignandi. Hann beið hvert skipbrot-
ið af öðru, hann virtist vera orðinn hirðulaus um sjálf-
an sig og háttsemi sína. Heilsa og kraftar voru svo að
þrotum komin, að eftir að Hvammar komu út, 1930, yrk-
ir hann ekki nema eitt kvæði. Og samt sem áður gat
hann ort svona, alveg fram að því, sem hann felldi segl-
in. Það eru ekki ellimörk á Hvömmum. Miklu fremur er
sérstakur skyldleiki með þeirri bók og djörfustu við-
leitni hans í verkunum frá því hann var um þrítugt. Það
er eins og hann freisti hér síðustu glímunnar við ofur-
eflið, með tröllauknum tökum. Hann hafði aldrei ætlað
sér meira — og ekki heldur getað meira. Hvammar eru
undrið, kraftaverkið í lífi hans.
Þessi síðasta bók Einars Benediktssonar færir okkur
bezt heim sanninn um, hversu trúr hann hafði verið köll-
un sinni, þrátt fyrir mannlegan veikleika og breyskleika,
°g hvílík iðgjöld hann hafði hlotið fyrir. Skáldskapur-
lnn hafði verið honum vígður reitur. Til þess Helgafells
^eit hann aldrei óþveginn, án þess að hafa baðað hug