Skírnir - 01.01.1940, Page 29
26
Guðni Jónsson
Skírnir
það margfalt upp í einu, sem þær kann að skorta í öðru.
Hver sá, sem les íslenzkar þjóðsögur með athygli, hlýtur
að veita því eftirtekt, að í þeim er fólginn nærri ótæmandi
fróðleikur um landið og þjóðina. Þær geyma lýsingar á
landi og landskostum, fjöllum og dölum, byggðum og
óbyggðum, eyjum og útskerjum, verstöðum og afdalakot-
um, eyðijörðum og örnefnum, segja sögur af þeim og
skapa eins konar lifandi samband milli landsins og þjóð-
arinnar. Þær lýsa andlegu lífi fólksins, hugsunarhætti þess,
trú og skoðunum, siðum þess, háttum og venjum, lífsbar-
áttu þess, kostum þess og kjörum. Þær eru auðugar af
frásögnum um daglegt líf alþýðu, atvinnuhætti og vinnu-
brögð á sjó og landi, leiða fram fólkið við hin hversdags-
legu störf, við orfið og við árina, við tóvinnu, hannyrðir
og heimilisstörf, lestaferðir og langferðir, bregða upp
myndum af því við dans og gleði, spil, tafl og ýmis konar
mannfagnað. Þær lýsa vinnutækjum og verkfærum, matar-
hæfi, húsaskipun og margs konar viðfangsefnum daglegs
lífs og þær leiða fram á sjónarsviðið fjölda íslenzks al-
þýðufólks, sem annars kostar væri öllum gleymt fyrir
löngu, bregða upp skyndimyndum af því, sem oft eru svo
snjallar og vel dregnar, að það verður ógleymanlegt. Loks
má ekki gleyma hinu mikla gildi þjóðsagnanna sem heim-
ildar um íslenzkt mál og alþýðlega frásagnarlist og ekki
sízt um íslenzkan alþýðukveðskap og þjóðlegan skáldskap
bæði í bundnu máli og óbundnu. Þjóðsögurnar eru í stuttu
máli hinn skírasti spegill íslenzkrar menningar á síðustu
öldum, svo að í því efni eigum vér ekkert sambærilegt frá
fyrri öldum nema sjálf fornritin. Hygg eg þó, að þjóð-
sögurnar séu um margt sannfróðari heimild um menn-
ingu þjóðarinnar á nítjándu öld en íslendinga sögurnar
um menningu tíundu og elleftu aldar.
II.
En það eru ekki hin menningarsögulegu viðfangsefni
þjóðsagnanna, sem hér verða tekin til athugunar, heldur
hin sögulega hlið þeirra, sannfræði þeirra eða rétthermi