Skírnir - 01.01.1940, Síða 34
Skírnir
Sannfræði íslenzkra þjóðsagna
31
III.
Meðal þess, sem mjög er athyglisvert í þessu efni, er
mannfræði þjóðsagnanna, og skal nú fara um hana nokk-
urum orðum. Eins og fyrr er getið, nefna þjóðsögur
fjölda fólks víðs vegar um land, einkum frá þremur síð-
astliðnum öldum. Stundum eru menn nefndir með nafni
eingöngu, án föðurnafns og heimilis, nema hvað tilgreind
er ef til vill sveitin eða héraðið, þar sem þeir áttu heima.
Um slíka menn verður ekkert frekara vitað né grafið upp.
En oftast eru þó ummæli sagnanna ákveðnari, heimili til-
greint og jafnvel föðurnafn. Er þá alla jafnan hægt að
hafa uppi á mönnunum, sem við er átt, með gaumgæfi-
legri leit og samanburði við manntöl, kirkjubækur og aðr-
ar fleiri heimildir. En slíkt er mikilsvert atriði um rann-
sókn þjóðsagnanna í heild sinni, því að um leið er hægt
að tímasetja sögurnar sjálfar eða setja fast aldurstak-
mark þeirra upp á við. Athugun á þessu leiðir m. a. í ljós,
að útilegumannasögur eru flestar til orðnar á 17. og 18.
öld, draugasögur á 18. og 19. öld og huldufólkssögur að
mestu á sama tíma. Loks er allmikill hópur sagna, þar
sem frásögnin beinist að heilum ættum, margir af sömu
8ett eru nefndir við sögu og skyldleiki þeirra eða venzl
eru rakin. Það má minna á sögur eins og Sels-Móra, Sól-
heima-Móra, Irafells-Móra, Hvítárvalla-Skottu og ýmsar
fleiri, sem eru eins konar ættarsögur. Flestar slíkar sög-
ur eru ekki eldri en það, að öruggar heimildir eru til sam-
anburðar um mannfræði þeirra. Og það má taka það fram
strax, að þegar á allt er litið, gætir skekkna og rangra
®ettfærslna furðu lítið, jafnvel í allgömlum þjóðsögum.
Verður í því sambandi að hafa það hugfast, að sögurnar
eru geysilega miklar að vöxtunum til.
Merkilegt verður það að teljast, hversu lengi nöfn ým-
issa fyrri tíðar manna hafa getað geymzt rétt í þjóðsögn-
Unb sem eru að öðru leyti mjög svo skáldskaparkenndar.
Nafn mannsins og heimili er hið eina, sem eftir stendur
^eitlað í minningunni, þó að allt annað sé gleymt fyrir
iöngu. Eg skal aðeins nefna sögur eins og Þórð á Þrasta-