Skírnir - 01.01.1940, Qupperneq 35
32
Guðni Jónsson
Skírnir
stöðum, Árna í Botni, Ekkjuna á Álftanesinu og Gizur á
Botnum, sem eru í Þjóðsögum Jóns Árnasonar og eru um
menn, sem uppi voru á 17. öld. Sagan af Þórði á Þrasta-
stöðum byrjar svo: „Þórður hét maður; hann bjó á Þrasta-
stöðum á Höfðaströnd í Skagafirði. Hann þótti nokkuð
undarlegur í skapi“. Síðan kemur hin undurfagra álfa-
saga, sem sýnir ljóslega, hvernig íslenzk alþýða gat bætt
sér upp ömurlegan og kaldan veruleika hversdagslífsins.
Söguhetjan er vafalaust Þórður sá Steingrímsson, sem
bjó í Þrastastaðagerði um og eftir 1700, f. um 1667 og er
enn á lífi árið 1733. Bæjarnafnið hefir að vísu skolazt til,
þannig að nafnið á höfuðbýlinu hefir komið inn í stað hjá-
leigunafnsins, sem af því var dregið, og er slíkt ekki nema
skiljanlegur ruglingur í þjóðsögu, sem gengið hefir í
munnmælum vel hálfa aðra öld, áður en hún var færð í
letur. Um inta í Botni eru tvær sögur, álfasaga, skráð af
Ólafi Sveinssyni í Purkey um 1835, er segir frá því, að
álfkona hafi vitjað rúms Árna, og er honum lýst svo, að
hann hafi verið skýr maður og margfróður, en hin sagan
er hin alkunna kýmnisaga um það, hvernig Árni, sem
kallaður er þar allra sveita kvikindi, hafi fengið prests-
dóttur sunnan af landi fyrir konu; er sú saga skráð af
Pétri Eggerz á Borðeyri um 1860. Báðum sögunum ber
saman um það, að Árni þessi hafi búið í Botni í Helga-
fellssveit. Maður þessi er vafalaust sá Árni Ólafsson, sem
býr í Botni árið 1681, samkvæmt bændatali frá því ári,
og er þá eigi annar maður með því nafni búandi þar í
sveit. 1 jarðabók Árna Magnússonar og áðurnefndu bænda-
tali er jörðin nefnd Árnabotn, svo sem hún hefir síðan
heitið. Segir Árni Magnússon hana vera nýlega byggða
úr landi jarðarinnar Þórólfsstaða. Má því ljóst vera, að
Árni Ólafsson hefir byggt fyrstur manna í Árnabotni og
bærinn verið kenndur við hann. í manntalinu 1703 er að-
eins einn Árni Ólafsson búandi í Helgafellssveit og býr
hann þá á hjáleigu í Akureyjum. Tel eg efalítið, að það
sé sá hinn sami, er bjó í Árnabotni árið 1681. Báðar jarð-
irnar, Árnabotn og Akureyjar, voru Stapaumboðs jarðir