Skírnir - 01.01.1940, Qupperneq 36
Skívnir
Sannfræði íslenzkra þjóðsagna
33
og landsdrottinn því hinn sami. HeimilisfólkiS er sem hér
segir: Árni Ólafsson hjáleigumaður, lasinn og veikur, 60
ára; Guðrún Jónsdóttir, hans kona, 70 ára; Asser Árna-
son, hans sonur og hennar, 25 ára; Svanlaug Árnadóttir,
þeirra dóttir, 27 ára. Þarna er þá líklega einnig fundin
prestsdóttirin, sem Árni sótti suður á land, en ekki hefi eg
lagt út í að kanna það mál, hverra manna Guðrún hefir
verið, þótt það sé alls ekki óhugsandi, að það væri hægt,
þegar nafn hennar og aldur er fundinn. Eftirtektarvert
er nafnið á syni þeirra Árna. Asser er biblíunafn og afar
fágætt hér á landi, og sama er raunar að segja um Svan-
laugar nafnið; það má heita mjög sjaldgæft. Það gæti
minnt á Svanhildi og Áslaugu í Völsunga sögu og Eddu-
kvæðum og nöfnin bent til þess, að Árni hafi verið fróð-
ur í biblíunní og fornum sögum, enda segir Ólafur í Purk-
oy, að hann hafi verið „skýr maður og margfróður“. Þess
skal enn getið, að í ættartölubók Jóns Magnússonar, bróð-
ur Árna Magnússonar, ritinni árið 1723 (Lbs. 2641, 4to,
Ws. 177), er Árni í Botni nefndur.1) Þar segir svo: „Síðar
-átti Þórdís (Jónsdóttir frá Rauðkollsstöðum) Pétur Árna-
son á Dunkurbakka (eg meina föðurbróður Árna í Botni);
þeirra barn Jón Pétursson" o. s. frv. Þessi Jón Pétursson
býr á Dunkurbakka árið 1703, talinn 48 ára. Hafa þeir
Árni í Botni og hann því verið bræðrasynir, og stendur
það ágætlega heima við aldur Árna, samkvæmt því, sem
fyrr er sagt.
Eg kem þá að sögunni af elckjunni á Álftanesinu. Hún
er skráð um 1860 af síra Skúla Gíslasyni. Aðalefni sög-
unnar er það, að ungur maður og ásjálegur úr Húnavatns-
sýslu, að nafni Þorkell, réðst suður á Álftanes, stundaði
bar sjóróðra á vetrum, en var í þjónustu danskra á sumr-
U1u. Græddist honum fé, og var sagt, að hann hugsaði til
kvonfangs þar, sem var ekkja ein á nesinu, skapmikil og
sköruleg. En um þær mundir komst Þorkell í kærleika
1) Á þennan stað hefir Jón Jóhannesson cand. mag. góðfúslega
hent mér.
3