Skírnir - 01.01.1940, Qupperneq 40
Skírnir
Sannfræði íslenzkra þjóðsagna
37
talinn 57 ára gamall 1703, er kallaður Sigurðsson (I, 546),
en hann var Jónsson. Jón skáld á Berunesi, er segist vera
43 ára árið 1682, er talinn Guðmundsson (I, 100), en hann
var Jónsson. Gyðríður Hallsdóttir, kona Eiríks í Bót, er
nefnd Guðríður Guttormsdóttir (II, 148). Galdra-Brandur
í Þykkvaskógi er talinn Egilsson eða Einarsson (I, 599),
en hann var Jónsson (sbr. Hyllingarskjöl 1649, bls. 26).
Loks er sírá Hálfdan í Felli, dáinn 1568, talinn Einarsson
eða Eldjárnsson (I, 515), en hann var Narfason.
3) Röng heimilisföng. Sem dæmi má nefna: Þorleifur
landsþingsskrifari er sagður hafa búið að Háamúla í
Pljótshlíð (II, 175), en hann bjó í Hlíðarendakoti. Hann
dó árið 1805. í sögunni af hjúunum á Aðalbóli segir, að
Gunnlaugur Árnason, er óvættur varð að bana árið 1749,
hafi átt heima á Aðalbóli, en hið rétta er, að hann átti
heima á Brú í Jökuldal. Þá segir svo um Þórð Steingríms-
son, sem fyrr er getið, að hann hafi búið á Þrastastöðum
á Höfðaströnd, en hann bjó í Þrastastaðagerði.
4) Ruglað saman venzlum eða mönnum vegna skyld-
leika. I sögunni af Hafnarbræðrum segir, að Árni, sonur
Hjörleifs sterka, hafi dáið „óharðnaður um tvítugs ald-
ur“ (II, 157). Þetta getur með engu móti átt við Árna,
hví að hann dó 1833, 42 ára að aldri, og var kvæntur maó-
ur. Ummælin munu eiga við bróður hans, er Magnús hét
ug dó aðeins 24 ára gamall árið 1824. í sögunni af háleita
Ljarna (I, 403) er Finnur eldri í Syðri-Ey á Skagaströnd,
seni var Jónsson og 72 ára gamall 1762, kallaður Magnús-
son af því að föðurnafni hans hefir verið ruglað saman
við nafn dóttursonar hans, Finns Magnússonar, er þar
hjó eftir hann. Kristín (d. 1785), kona síra Jóns Sigurðs-
sonar í Hvammi í Norðurárdal, er talin Guðmundsdóttir
°g systir Eggerts á Álftanesi á Mýrum, en hið rétta er,
að hún var dóttir Eggerts. Þá segir og, að Björn skafinn
(d. fyrir 1559) hafi átt fyrir konu Margréti, dóttur Mar-
gi’étar ríku á Eiðum, og svo telur Jón Pétursson einnig í
Tímariti sínu (II, 51). En hið sanna er, að kona hans hét
Hólmfríður Þorvarðsdóttir og var systir Margrétar ríku.