Skírnir - 01.01.1940, Síða 41
38
Guðni Jónsson
Skíi'nir
5) Tveimur sumnefndum mönnum blandað saman eða
gerðir að einum manni. Svo segir í sögunni af Miklabæjar-
Sólveigu, að kona ein hafi verið fengin til að sofa hjá Sól-
veigu á næturnar, sem Guðlaug hét Björnsdóttir, systir
síra Snorra á Húsafelli. Nafn stúlkunnar er rétt, en hún
var ekki systir síra Snorra á Húsafelli, heldur síra Snorra
á Hjaltastöðum, sem einnig var Björnsson (sbr. Blanda
IV, 67). I sögunni um hjúin á Aðalbóli segir, að Sólveig
sú, er trúlofuð var Gunnlaugi Árnasyni, er óvættur varð
að bana árið 1749 og fyrr er minnzt á, hafi ekki unað þar
eystra eftir dauða Gunnlaugs; hafi hún flutzt að Hafra-
fellstungu í Axarfirði, gifzt þar síðan og átt ungan mann,
er Sigvaldi hét. Eru síðan talin upp fimm börn þeirra með
nöfnum. En þetta, sem segir um giftingu Sólveigar, hefir
skolazt mjög til. Sólveig var Þorkelsdóttir og var fædd um
1728; hún hefir því verið 21 árs að aldri, þegar Gunnlaug-
ur, unnusti hennar, dó. Hún giftist nokkurum árum síðar
Einari Jónssyni bónda á Eiríksstöðum í Jökuldal og dó
árið 1792. En dóttir Einars og Sólveigar, er Kristín hét,
giftist Sigvalda í Hafrafellstungu, og var hún fyrri kona
hans og móðir barna þeirra, er þjóðsögurnar telja. Krist-
ín dó árið 1811, 41 árs að aldri, en Sigvaldi, maður henn-
ar, árið 1828. Eitt barna þeirra hét Sólveig eftir ömmu
sinni, og varð hún seinni kona síra Sigurðar Grímssonar,
prests á Helgastöðum. Þessi saga í þjóðsögunum er tekin
eftir sögnum í Eyjafirði um 1860. Sum af börnum Sig-
valda og Kristínar voru þá enn á lífi, og sýnir þessi rugl-
ingur, að ekki þarf langan tíma til þess að missagnir og
ranghermi komi upp, þegar sögur berast til fjarlægra hér-
aða, þar sem persónurnar, sem við sögu koma, eru lítt
kunnar eða eigi. Mjög svo greinilegt dæmi þess, að þjóð-
sagnir geri tvo menn að einum, er sagan um Eirík í Bót.
Sagan talar um einn mann með því nafni, Eirík Hallsson
í Bót í Hróarstungu og segir, að hann hafi síðast búið á
Rangá. Hér er í rauninni um tvo menn að ræða: Eirík
Magnússon í Bót, er var uppi á fyrra hluta 17. aldar, og
Eirík Hallsson á Rangá, er dó um 1715 og hefir verið