Skírnir - 01.01.1940, Síða 43
40
Guðni Jónsson
Skírnir
Eg skal fyrst nefna söguna af Gleðru (I, 262—64), en
svo hét afturganga norður í Eyjafirði á síðastliðinni öld,
og mun hún vera yngst allra þeirra, er frásagnir eru af í
Þjóðsögum Jóns Árnasonar. Sagan af henni hefst á þessa
leið: „Um 1840 bjó sá maður í Hvammi í Eyjafii'ði, er
Ólafur hét; hjá honum var vinnukona ein, er Soffía hét.
Einn jóladag fór bóndi til kirkju, og fekk Soffía leyfi hjá
konunni að fara kynnisferð út í Kræklingahlíð, því að hún
hafði áður verið vinnukona í Lögmannshlíð. Hún fór af
stað seint á jóladaginn og var fylgt út fyrir Glerá, en þá
fór að dimma, bæði af kafaldi og kvöldi og gerði versta
norðanbyl um nóttina, sem menn muna eftir. Á annan dag
í jólum var hríðinni stytt upp; fannst hún þá örend á þúfu
fyrir neðan Lögmannshlíð“. Þarf nú eigi lengra að rekja
söguna annað en það, að stúlkan gekk aftur og ónáðaði
marga. Stúlka þessi hét Soffía Halldórsdóttir fullu nafni,
og segir svo í kirkjubók Lögmannshlíðar, að hún „varð
úti í hríðarbyl og deyði á leið að Ásláksstöðum í Krækl-
ingahlíð“ þann 26. des. 1842. Hin tímanlegu upptök Gleðru
eru þannig staðfest af samtímaheimild. Þess má geta, að
sagan segir, að Gleðra hafi haft tvo kumpána í félagi með
sér, er nefndir eru Gíon og Keián, þ. e. Guðjón og Krist-
ján, sem farizt höfðu af slysförum. Keián hefi eg ekki
fundið, en Gíon er eflaust sá Guðjón Jóhannesson, vinnu-
maður í Kaupangi, sem varð úti árið 1835.
Þá skal eg víkja nokkuð að sögunni af Sólheima-Móra
(I, 391—92). Aðalefni hennar er á þessa leið: Á öndverðri
19. öld bjó að Skriðnesenni í Bitru bóndi, er Finnur hét.
Kona hans hét Guðrún, en fósturdóttir Elízabet. Vinnu-
maður var hjá þeim, er Hallur hét, og lagði hann hug á
Elízabetu, en það var þeim hjónum mjög á móti skapi.
Átti Hallur að róa undir Jökli um veturinn, en áður en
hann fór, beiddi hann Elízabetar, en var synjað, og fór
hann burt í þungu skapi. Um veturinn fyrir þorra fer
Elízabet til kirkju að Eyri, og er ekki að orðlengja það,
að þegar hún er nýkomin heim um kvöldið, verður hún
allt í einu fárveik, og skipti engum togum, að hún féll dauð