Skírnir - 01.01.1940, Qupperneq 44
Skírnir
Sannfræði íslenzkra þjóðsag'na
41
niður. Eftir þetta fór að örla á reimleika á bænum, svo
að fólk hélzt varla við. Guðmundur hét maður, bróðir kon-
unnar á Enni og- heimamaður þar. Sótti einna mest að
honum, svo að honum var varla vært. Leitar hann þá vest-
ur á sveitir til fjölkunnugs manns. Verður hann þá þess
vísari, að í Rifi hafi drukknað menn á skipi um eða eftir
nýár, og muni Hallur hafa fengið mann til þess að vekja
einn hinna sjódrukknuðu manna upp og hafi svo sent
Elízabetu og fólki hennar drauginn. Nokkuru síðar flutt-
ust þau hjón, Finnur og Guðrún, að Sólheimum í Laxár-
dal. Segir sagan, að þar hafi Móri þessi orðið tveimur
vinnumönnum Finns að bana. Hét hinn fyrri Bjarni. Hann
varð ókennilega veikur af aðsvifum, og þegar hann fekk
köstin, þóttist hann sjá Móra sækja að sér. Eitt aðsvifa-
kastið reið honum að fullu. Hinn hét Jóhann, harðskeyt-
inn maður og ófyrirleitinn, og kvaðst hann ekki Móra
hræðast. Hann var fjármaður. Eitt kvöld kom hann ekki
heim, eins og vant var. Var hans þá leitað, og fannst hann
þá dauður inni í heytóft og líkaminn allur blár og blóð-
ugur. Frá Guðmundi, sem fyrr er nefndur, er það að segja,
að hann fór að búa í Broddanesi. Eitt sinn ætlaði hann í
Hrútafjörð með viðarfarm á skipi. Veður var gott, en er
skipið kom inn undir Kollsá, hvolfdi því, en tveir menn
sáust komast á kjöl. Ralc skipið fyrir norðankuli inn eftir
Hrútafirði, en svo var að sjá sem skipinu vreri bægt frá
hverju nesi. Loks rak það mannlaust á Bæjarnesi. Þessi
atburður var kenndur Móra.
Alla helztu drætti sögu þessarar má rekja eftir sam-
tímaheimildum, enda gerist sagan á fyrra helmingi 19.
aldar. Samkvæmt kirkjubók deyr Elízabet Jónsdóttir á
Enni, er sagan segir, að Hallur hafi sent Móra þennan,
bann 27. des. 1821, 24 ára að aldri, og standa þessi orð
um dauðamein hennar: „Deyði fljótlega". Þjóðsagan seg-
ir þetta hafa gerzt um veturinn fyrir þorra, en kirkju-
bókin sýnir, að það varð fyrir áramótin, á þriðja dag jóla.
Nú segir sagan, að þau hjón, Finnur og Guðrún, hafi flutzt
að Sólheimum nokkru síðar. Kirkjubókin sýnir, að þau