Skírnir - 01.01.1940, Page 45
42
Guðni Jónsson
Skírnir
hafa flutzt þangað þegar á næsta vori, þ. e. vorið 1822,
og samtímis fer Hallur sá, er draugnum olli, frá þeim út
í Rif. Hallur þessi var Hallsson og átti síðast heima í Þór-
arinsbúð á Hellissandi og dó þar árið 1836 og fekk jafn-
an illt orð. Sama vor sem þau Finnur flytjast að Sólheim-
um fer Guðmundur, bróðir húsfreyju, að Broddanesi. Hann
drukknaði við trjáviðarflutning á Hrútafirði árið eftir, og
mun það hafa orðið með svipuðum atvikum og þjóðsagan
segir. Um vinnumennina á Sólheimum, er sagan segir, að
Móri hafi orðið að aldurtila, sýnir kirkjubók það, sem hér
segir: Bjarni, er sagan nefnir, var Þórðarson. Hann dó
þann 21. okt. 1827, 34 ára gamall, og standa þessi orð í
kirkjubókinni um dauðamein hans: „Deyði úr aðsvifum",
og kemur það heim við söguna. Hinn vinnumaðurinn, er
sagan nefnir Jóhann, var Samssonarson. Hann dó þann
12. febr. 1834, 34 ára gamall, „af landfarsótt" segir
kirkjubókin, og samrýmist það illa frásögn þjóðsögunnar,
er segir hann hafa „fundizt dauðan inni í heytóft og lík-
aminn allur blár og blóðugur". Guðrún, kona Finns á Sól-
heimum, var Bjarnadóttir; hún dó þann 3. ágúst 1846, 75
ára gömul, en Finnur var Finnsson bónda á Sólheimum
Torfasonar og dó þann 5. janúar 1860, 73 ára að aldri.
Hefir þá verið gerð stutt grein fyrir fólki því, er kemur
við þessa sögu. Þess skal getið, að slagaveiki og geðbilun-
ar hefir lengi gætt allmikið í ætt þessari samkvæmt því,
sem rannsókn á henni hefir leitt í ljós. Talið er og, að
Móri þessi sé enn í fullu fjöri, og eru til menn, er telja
sig hafa séð hann og komizt alvarlega í kast við hann.
í Þjóðsögum Jóns Árnasonar (I, 335) er stutt saga, sem
heitir: „Draugur setur vagl á auga“. Hún hefst svo: „Mað-
ui' var sá á Árskógsströnd, sem Pétur hét; lifði hann fram
á 19. öld og dó gamall. Hann var einsýnn og hafði stórt
vagl á öðru auganu, er hann fekk snemma á ævi sinni“.
Segir svo sagan, að hann hafi ætlað að vekja upp draug
í kirkjugarðinum í Stærra-Árskógi. Tókst honum að særa
upp þann, er undir lá leiði því, er hann sneri sér að, en
svo ógæfusamlega tókst til, að það var móðir hans, er