Skírnir - 01.01.1940, Qupperneq 47
44
Guðni Jónsson
Skírnii-
Af draugum, sem tímasetja má með vissu, skulu enn
aðeins tveir nefndir, en það eru afturgöngur þeirra Skora-
víkur-Jóns og Jóns Gizurarsonar. Um Skoravíkur-Jón er
auk sagnanna í Þjóðsögum Jóns Árnasonar þáttur prent-
aður í Blöndu, VI, 91—94, eftir handriti síra Friðriks
Eggerz með athugasemdum eftir dr. Ilannes Þorsteins-
son. Ber frásögnum þeim saman um flest, er máli skiptir.
Eftirtektarvert er, að hvorki þjóðsögurnar né þáttur síra
Friðriks láta þess getið, að auk Jóns, Steinunnar og Guð-
mundar á Hellu var fjórði maður á bátnum með þeim, er
þau Jón og Steinunn drukknuðu, og fórst hann með þeim.
Þvert á móti taka sagnirnar það fram, að þau hafi ein-
ungis verið þrjú saman. Drukknun þeirra Skoravíkur-
Jóns varð þann 27. okt. 1791. Guðmundur sá, sem með
þeim var og af komst, var Teitsson og bjó síðar á Kvenna-
hóli. Hann dó árið 1826, nálægt 63 ára að aldri. — Um
Jón Gizurarson er stutt saga í Þjóðsögum Jóns Árnason-
ar (I, 300). Segir svo frá, að þeir nafnar Jón Gizurarson
og Jón Steingrímsson hafi verið á sama skipi inn Hvamms-
fjörð, báðir verið menn kaldlyndir og deilt illdeilu. Fór
svo, að Jón Gizurarson hézt við nafna sinn, steypti sér út-
byrðis og lézt þannig. Gekk hann aftur og ásótti nafna
sinn. Lenti þeim saman í áflogum, en síra Einar í Hvammi
skildi þá og sá svo um, að Jóni Steingrímssyni yrði eigi
mein að nafna sínum. Upptök þessarar sögu er að finna
í prestsþjónustubók Hjarðarholts árið 1784. Við árslokin
það ár hefir prestur ritað í bókina: „Jón Gizurarson úr
Rifi drukknaði af skipi hér rétt við land 13. júlí; er ei
fundinn til dato“. Það hefir þótt kynlegt, að lík Jóns skyldi
ekki finnast, þar sem hann drukknaði rétt uppi við land-
steina, og hefir slíkt ýtt undir þjóðtrúna. Af Jóni Stein-
grímssyni er það að segja, að hann bjó lengi að Hömrum
í Laxárdal og varð gamall maður. Hann varð úti í kafaldi
þann 9. nóv. 1830, 83 ára gamall. Kemur þetta heim við
frásögn þjóðsögunnar af ævilokum hans. Saga þessi er
skráð af síra Benedikt á Brjánslæk nærri 75 árum eftir
drukknun Jóns Gizurarsonar.