Skírnir - 01.01.1940, Side 49
46
Guðni Jónsson
Skírnir
bergi við það, að Daníel kom upp í baðstofuna og hafði orð á því,
hvað veðrið væri fagurt. Gat Elin ekki séð, að neitt væri þá að hon-
um, og gekk hann til rúms sins og sofnaði. En um morguninn vakn-
aði hann og var þá veikur af uppsölu. Leið svo dagurinn, að ekki
varð við gert og engin tök voru að ná til læknis. Um kvöldið fór að
draga af Daniel, og lézt hann um hádegi daginn eftir“.
Þjóðsagan í Gráskinnu um Daníel er skrásett veturinn
1923 eftir frásögn Stefáns frá Hvítadal, en heimild hans
er talin almenn sögusögn á Skarðsströnd. 1 bjóðsögunni
er gefið í skyn, að keppinautur Daníels um heimasætuna
á Stakkabergi, en hann hafði drukknað vestur í Bolungar-
vík, hafi gengið aftur og valdið dauða hans. En bar segir
svo frá dauða Daníels:
„Um nóttina eftir bar það til heima að Stakkabergi, að gripir
fóru upp á baðstofuþekjuna og gnöguðu fast. Vaknar fólk við í
baðstofunni og þar á meðal Daniel. Bregður hann skóm á fætur sér
og gengur út. Daniel dvelst alllengi úti, og fer fólk að lengja eftir
honum. Heyrir það þá allt í einu veggina i baðstofugöngunum lamda
utan líkt og með blautri húð. Þá var brugðið við og gengið fram.
Liggur Daníel þar i göngunum, blár og blóðugur, og var svo af hon-
um dregið, að hann mátti eigi mæla. Lézt hann daginn eftir“.
Eg hefi valið bessa sögu, sérstaklega vegna bess hve
skammt er liðið frá atburðum. Hún er skráð aðeins 43 ár-
um eftir dauða Daníels, og enn er fóllc á lífi, sem man
gerla, hvernig dauða hans bar að. Sýnir bessi saga byí
Ijóslega, hversu skamman tíma bjóðsögur burfa til bess
að myndast. Og athyglisvert er bað einnig, að bessi saga
er skráð eftir almennri sögn í sömu sveitinni sem hún
gerðist í. Önnur saga, nokkuru eldri, er hér verður greint
frá, er einnig merkilegt dæmi um hið sama, en bað eri frá-
sögnin um dauða Helga í Rauðsdal á Barðaströnd í Rauð-
skinnu (III, 46—47).
Helgi bóndi í Rauðsdal var hinn mesti atorku- og húg-
maður. Hann andaðist b^nn 6. marz 1855, samkvæmt
skiptabók Barðastrandarsýslu, og má telja bað óyggjanda.
í Vestfirzkum sögnum (I, 399) segir svo frá dauða Helga
eftir heimildum, sem telja má fullkomlega áreiðanlegar: