Skírnir - 01.01.1940, Page 52
Sannfræði íslenzkra þjóðsagna
49
Skírnir
ar og gengur af stað, en þegar hann er kominn fá fet frá
skipinu, missir hann niður árarnar og segir: „Harður ertu,
<iauði“, og dettur niður dauður (Sagnir Jakobs gamla, 146
—147). Svona meitlaðar mannlýsingar megna alþýðusagn-
irnar að skapa. Um söguleg sannindi hirða þær þá eigi
ætíð.
Þá vil eg nefna sögu frá 18. öld um hvarf prestsdóttur-
innar frá Prestsbakka, sem er í álfasögum hjá Jóni Árna-
syni (I., 55). Svo vill til, að um þennan atburð er til skil-
orð frásögn í ættartölum Bjarna heitins ættfræðings Guð-
mundssonar (prentuð í Blöndu III, 181). En frásögn
Bjarna er á þessa leið:
„Katrín Þorláksdóttir hvarf frá foreldrum sínum 18 ára gömul,
bá faðir hennar var yfir 70 ára gamall. Var hennar leitað af
Mannsöfnuði um allt, sem mönnum kom til hugar, milli fjalls og
fjöru, í marga daga forgefins. Litlu eftir leitina dreymdi síra Þor-
lák, föður hennar, að hún kæmi til hans í svefninum, og bauð hún
honum þá í brúðkaup sitt, sem þann næsta morgun átti að verða.
Sagði hún honum þá um leið, að hún ætlaði þá að eiga sýslumann;
tar með skyldi honum ekkert til saka verða, því að hún skuli fylgja
honum heim til sín aftur, sem væri fremur stutt bæjarleið. En hann
kvað nei við og sagðist ekki ætla að fara þangað. f því sýndist
honum vera silfurband um mitti hennar, og kippti hún í hann um
leið og hún hvarf honum. Frá þessari sögu sagði Þórunn Gísla-
dóttir, merkiskona, skírð af þessum síra Þorláki Sigurðssyni og
vpp alin á næsta bæ við hann í Kirkjubæjai'klausturssókn. Sömu
frásögn orðrétta sagði Þorsteinn, er hann hafði eftir föður sínum
Þorsteini Þorlákssyni, bróður þessarar Katrínar, er hvarf. En
Þóra, dóttir Þorsteins i Gesthúsum Þorsteinssonar, réttorð kona, er
ég vel þekkti að ráðvendni, sagði mér þessa sögu 1870, svo að hún
hlýtuí' að vera sönn, hversu sem þetta virðist undarlegt fyrir mönn-
um“.
Þannig segist Bjarna ættfræðingi frá. Þess skal getið,
að Katrín prestsdóttir, er hvarf, var fædd um 1758, en
18 ára er hún talin, þegar hún hvarf. Þessi atburður hefir
því gerzt um 1776, en þá hefir síra Þorlákur verið 73 ára
að aldri, og kemur það vel heim við frásögnina hér að
framan.
Prásögn þjóðsagnanna af þessum atburði er tekin eftir
4