Skírnir - 01.01.1940, Side 53
50
Guðni Jónsson
Skírnir
handriti síra Jóns Þórðarsonar á Auðkúlu, en hann ól
aldur sinn í Gullbringusýslu og Árnessýslu, áður en hann
fluttist að Auðkúlu. Þar segir svo frá:
„A Prestsbakka á Síðu í Skaftafellssýslu var einu sinni prestur,
er Einar hét. Hann var auðmaður mikill og átti fjölda barna. Hann
hafði andstyggð á huldufólkssögum og sagði, að huldufólk hefði
aldrei verið til, særði það að heimsækja sig og hældist um á eftir
að það hefði ekki hitt sig. Eina nótt dreymdi hann, að maður
kom að rekkju hans og mælti: „Héðan af skaltu aldrei þræta fyrir,
að huldufólk sé til, og skal ég nú /taka elztu dóttur þina, og skaltu
aldrei sjá hana upp héðan; þú hefir lengi eggjað oss álfa“. Að
morgni var elzta dóttir prestsins horfin, og var hún 12 vetra. Var
hennar víða leitað, og fannst hún hvergi. En þegar systkini henn-
ar voru að leika sér á túninu, kom hún í hópinn og lék sér með
þeim. Vildu þau fá hana heim með sér, en þá hvarf hún ávallt.
Hún sagði systkinum sínum, að ofboð væri vel farið með sig og
hún ætti mikið gott. Föður hennar var ávallt að dreyma hana,
og sagði hún honum allt hið sama af sér og hún hafði sagt syst-
kinum sínum, og það með, að sér væri ætlaður prestssonurinn hjá
álfafólkinu. Fór svo fram um hríð, þangað til hún kom og sagði
föður sínum, að nú langaði sig til, að hann sæti brúðkaupsveizlu
sina hjá sér á morgun, því að nú ætti það fram að fara. Upp frá
því dreymdi hann hana aldrei“.
Menn sjá þegar við samanburð, að frásögnunum ber æði
mikið á milli. Ég skal aðeins nefna það, að Bjarni segir,
að prestsdóttirin hafi verið 18 ára, er hún hvarf, en þjóð-
sagan, að hún hafi verið 12 vetra. Bjarni nefnir prestinn
Þorlák og dóttur hans Katrínu, sem var yngsta dóttir
prests, en þjóðsagan nefnir prestinn Einar, kann ekki nafn
á dóttur hans, en segir, að hún hafi verið elzta dóttir
prests. Annars er hægt að gera sér grein fyrir því, hvers
vegna þjóðsagan nefnir prestinn Einar. Svo er mál með
vexti, að tveir fyrirrennarar síra Þorláks í prestakallinu
hétu báðir Einar og voru báðir merkir menn og prófast-
ar í héraðinu, síra Einar Bjarnason 1686—1720 og síra
Einar Hálfdánarson 1720—1753. Þegar sagan um hvarf
prestsdótturinnar kemst í önnur héruð og frá líður atburð-
inum, er hún því sett í samband við nafnana, sem höfðu
verið prestar í Kirkjubæjarklaustri í samfleytt 67 ár og