Skírnir - 01.01.1940, Page 54
Skírnir
Sannfræði íslenzkra þjóðsagna
51
hafa verið kunnari menn út í frá en síra Þorlákur, eftir-
maður þeirra. Er slíkt engan veginn óalgengt fyrirbrigði
í þjóðsögum og munnmælasögum, að atvik ýmis, orð eða
verk sé eignað eða fært yfir á annan mann en að réttu
lagi átti hlut að máli.
Af atburðasögum slíkum sem þessum vil ég að lokum
nefna eina enn. Það er sagan af Jóni murta (Þjóðs. J. Á.
II., 112), sem byggist á víginu í Síðumúla árið 1570. Um
þann atburð er til mjög skjalleg frásögn eftir gamalli heim-
ild, prentuð í Alþingisbókum Islands (I, 60—61). Þar seg-
ir svo:
„Þegar Eggert var lögmaður og reið með syni sínum Jóni, köll-
uðum murta, til alþingis, átti hann jaröabrigðum nokkrum að mæta
eður tilkall upp á miklar eignir; þar var helzt aðili þess máls Jón
Grimsson, búandi í Norðtungu; hafði Jóni murti sagt í þingreiðinni
betra væri að snara út einum manngjöldum heldur en sleppa af svo
ttnklum eignum. Og sem þeir feðgar með sínum selskap riðu af
Þingi og um Borgarfjörð, sátu þeir með ölskap í Síðumúla. Sendu
þeir Jóni bónda boð í Norðurtungu að finna sig. Hafði hann verið
að heyskap. Fór svo fáklæddur og fangalítill suður til Síðumála.
heir feðgar tóku vel við honum og settu hann við drykkjuborð.
^at hann sá annar frá Jóni murta. Og sem þeir höfðu drukkið
saman og talazt nokkur orð við, seildist Jón murti yfir um annan
niann og stakk hann með daggarð fyrir brjóstið, — sumir segja
°fan hjá viðbeininu. Jón Grímsson brá við og brauzt um, vildi
hrinda fram borðum, en þeir héldu honum fast. Stakk Jón murti
hann þá í annað sinn, og var mælt, að Jón Grímsson hafi sagt:
>>Sé svona, það dugir, það er nóg“.-- „Jón murti strauk og lýsti
Vlf>nu og sigldi svo með Þýzkum í Hamborg, því að hann var
dæmdur útlægur".
Hvernig er nú saga þessi orðin í alþýðu munni, þegar
kðið er frá atburðinum hátt á þriðju öld? Um það ber vitni
sagan af Jóni murta í þjóðsögunum, sem er skrásett af
su’a Magnúsi Grímssyni eftir vanalegri sögn manna í Borg-
arfirði. En hún er á þessa leið:
>>Einu sinni í fyrndinni bjó ríkur bóndi í Síðumúla í Hvítársíðu.
Bann átti dóttur eina afbragðs væna og fríða. Margir urðu til
að biðja hennar, þar á meðal bóndinn á Sleggjulæk í Stafholts-
^ungum og bóndasonurinn á Fróðastöðum. Lauk svo, að bóndason-
4*